Mari hefur ekki reykt í þrjár vikur

Mari Järsk og kær­asti henn­ar Njörður Ludvigs­son.
Mari Järsk og kær­asti henn­ar Njörður Ludvigs­son. Skjáskot/Instagram

Það vakti mikla at­hygli þegar mynd­ir birt­ust af hlaupa­drottn­ing­unni Mari Järsk með síga­rettu í hendi þegar hún hvíldi sig á milli hlaupa í Bak­g­arðskeppni Nátt­úru­hlaupa í Öskju­hlíðinni árið 2022. Hún bar sig­ur úr být­um í keppn­inni og hljóp alls 288 kíló­metra. 

Mari var spurð út í reyk­ing­arn­ar í viðtali við mbl.is eft­ir hlaupið, en þá sagðist hún trúa því að hún væri bet­ur sett en aðrir reyk­inga­menn. 

„Ég trúi því að ég sé miklu bet­ur sett en aðrir reyk­inga­menn. Ég æfi þrjá tíma á dag og geri allt öðru­vísi hluti en annað fólk. Ef mig lang­ar í síga­rettu þá fæ ég mér bara síga­rettu,“ sagði hún og bætti við að hún vildi ekki vera í fel­um með reyk­ing­arn­ar og að lækn­ir­inn henn­ar segði hana vera stál­hrausta. 

„ ... en fyrst ætl­ar hann að hjálpa mér að hætta að reykja“

Í apríl 2023 birti Mari færslu á In­sta­gram með yf­ir­skrift­inni: „Tóm­as hjarta­lækn­ir lang­ar að hjálpa mér að hætta reykja?? Eig­um við gefa hon­um séns? Ég er alla­vega SPENNT­UST.“

Hún birti svo aðra færslu í nóv­em­ber síðastliðnum þar sem hún virt­ist hafa tekið ákvörðun um að hætta að reykja. „Tóm­as hjarta­lækn­ir lox­ins kom­in úr sum­ar­fríi ... til­von­andi fæðing­ar­lækn­ir­inn minn ... en fyrst ætl­ar hann að hann að hjálpa mér að hætta að reykja! Neiii ... ÉG ER EKKI ORÐIN ÓLÉTT!!!!!!“ skrifaði hún í færsl­unni.

Hef­ur ekki reykt í þrjár vik­ur

Nú hef­ur hlaupa­drottn­ing­in ekki reykt í þrjár vik­ur, en hún grein­ir frá þessu í nýrri færslu á In­sta­gram. Já­kvæð um­mæli og hvatn­ing­ar­orð hafa hrann­ast inn við færslu henn­ar. „Ekk­ert eðli­lega GEGGJUÐ,“ skrifaði Rakel María Hjalta­dótt­ir hlaup­ari og förðun­ar­fræðing­ur á meðan Gréta Rut Bjarna­dótt­ir hlaup­ari og tann­lækn­ir skrifaði: „Þú ert eitt­hvað annað mögnuð!!!“

View this post on In­sta­gram

A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þér finnast smáatriði vefjast um of fyrir þér og vilt helst ýta þeim öllum út af borðinu. Stundum verðurðu að láta eðlisávísunina ráða og hrökkva eða stökkva.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þér finnast smáatriði vefjast um of fyrir þér og vilt helst ýta þeim öllum út af borðinu. Stundum verðurðu að láta eðlisávísunina ráða og hrökkva eða stökkva.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir