MTV-sjónvarpsstöðin elskar Laufeyju

Laufey er á allra vörum.
Laufey er á allra vörum. AFP

Heilla­ósk­un­um rign­ir enn yfir tón­list­ar­kon­una Lauf­eyju Lín Jóns­dótt­ur eft­ir sig­ur henn­ar á Grammy-verðlauna­hátíðinni á sunnu­dag. Unga tón­list­ar­kon­an tók heim verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng-poppp­latna (e. tra­diti­onal pop vocal alb­um).

Sjón­varps­stöðin MTV, alþjóðleg tón­list­ar- og afþrey­ing­ar­sjón­varps­stöð, birti færslu á Face­book-síðu sinni eft­ir sig­ur Lauf­eyj­ar sem marg­ir tón­list­araðdá­end­ur víðsveg­ar um heim hafa líkað við.

„Eng­in orð geta lýst því, hvað við erum stolt af Lauf­eyju, hæfi­leik­um henn­ar, vel­gengni og Grammy-sigri,“ skrifaði MTV við mynd af henni með verðlauna­grip­inn.

Sjón­varps­stöðin birti einnig skemmti­legt mynd­skeið af Lauf­eyju á In­sta­gram frá rauða dregl­in­um, en þar sést hún ræða við frétta­mann MTV, Dometi Pongo.

Í mynd­skeiðinu seg­ist Lauf­ey vera mik­ill aðdá­andi bókaserí­unn­ar um Percy Jackson eft­ir Rick Ri­or­d­an og virðist sem leik­hóp­ur sjón­varpsþátt­araðar­inn­ar Percy Jackson and the Olymp­i­ans þekki til Lauf­eyj­ar, en þau minnt­ust á hana í ný­legu viðtali. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by MTV (@mtv)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Sumir segja að þú ættir að hafa náð lengra og hafa sýnilegri sannarnir um árangur erfiði þíns. Farðu varlega, annars geturðu misst eitthvað út úr þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Sumir segja að þú ættir að hafa náð lengra og hafa sýnilegri sannarnir um árangur erfiði þíns. Farðu varlega, annars geturðu misst eitthvað út úr þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Lotta Lux­en­burg