Bandaríski leikarinn Mark Ruffalo var heiðraður á fimmtudag í Hollywood þegar hann fékk stjörnu á Hollywood Walk of Fame. Stjarnan er glæsilegur heiður sem er veittur vinsælustu og afkastamestu listamönnum skemmtanalífsins. Hún er til sýnis í gangstéttarhellum við Hollywood Boulevard, eitt af þekktari kennileitum Los Angeles.
Talsverður fjöldi var samankominn til að fagna Ruffalo, þar á meðal vinkona hans og fyrrverandi mótleikkona, Jennifer Garner. Leikaraparið fór svo eftirminnilega með hlutverk í kvikmyndinni, 13 Going on 30, frá árinu 2004. Þar heilluðu Ruffalo og Garner unga sem aldna með flutningu sínum á Thriller-dansinum við hið sígilda lag Michael Jackson.
Garner, sem lék einnig með Ruffalo í kvikmyndinni, The Adam Project, flutti ræðu í tilefni dagsins og upplýsti áhorfendur meðal annars um danshræðslu Ruffalo, en leikarinn ætlaði að segja sig frá kvikmyndaverkefninu eftir fyrstu dansæfingu þeirra á Thriller.
Ruffalo gafst þó ekki upp og endaði á að læra dansinn, en leikarinn er mjög þekktur víða um heim fyrir Thriller-danstakta sína í dag, enda hefur kvikmyndin haldið vinsældum sínum í gegnum árin. Leikaraparið endaði á að rifja upp danstaktana við mikil fagnaðarlæti.