Tékkið á tískunni: Verzló

Ljósmyndari mbl.is myndaði tískuna á ganginum í Verzlunarskóla Íslands.
Ljósmyndari mbl.is myndaði tískuna á ganginum í Verzlunarskóla Íslands. Samsett mynd

Það var góð stemning á Marmaranum í Verzlunarskóla Íslands þegar ljósmyndara og blaðamann bar að garði á dögunum. Margir Verzlingar eiga það sameiginlegt að versla fötin sín notuð og eignast þannig einstakar flíkur. 

Hér fyrir neðan er hægt að tékka á tískunni í Verzló. 

Flóki Floriansson Zink – 17 ára

„Þetta eru Wood Wood-buxur úr 17. Jakkinn er frá Carhart, ég fékk hann á Mallorca. Síðan er ég í peysu frá Capti Gallery sem er merki sem ég rek sjálfur,“ segir Flóki.  

Flóki Floriansson Zink.
Flóki Floriansson Zink. mbl.is/Eyþór Árnason

Ísak Rökkvi Davíðsson og Þórdís Elísabet Arnarsdóttir - busar

Ísak fékk innblásturinn frá IceGuys þegar hann klæddi sig upp í gallafatnað og mætti með bleik sólgleraugu. 

Þórdís Elísabet segist gera sitt besta að mæta alltaf fallega klædd í skólann. „The school is my runway,“ segir Þórdís. 

Ísak Rökkvi Davíðsson og Þórdís Elísabet Arnarsdóttir.
Ísak Rökkvi Davíðsson og Þórdís Elísabet Arnarsdóttir. mbl.is/Eyþór Árnason

Leo Ólafsson – að verða 18

„Ég reyni að vanda fatastílinn. Finnst það mikilvægt,“ segir Leo um fatastílinn. Hann var í jakka frá Capti Gallery og buxum frá Zöru. 

Leo Ólafsson.
Leo Ólafsson. mbl.is/Eyþór Árnason

Helena King og Helana Davíðsdóttir - 18 ára

Helena Davíðsdóttir mætti í skólann í skóm sem hún keypti notaða í Bandaríkjunum. Peysuna keypti hún notaða á Ítalíu og buxurnar fékk hún í Urban Outfitters. 

Helena King var í einstökum loðskóm sem hún fann í Extraloppunni. Hún var með mikið skart sem hún fékk notað. Hún bjó til buxurnar og vestið sjálf. 

Helena Davíðsdóttir og Helana King.
Helena Davíðsdóttir og Helana King. mbl.is/Eyþór Árnason

Sigríður Svava Kristinsdóttir - 18 ára

„Vestið er úr Spútnik. Peysan og Buxurnar eru úr Zöru,“ segir Sigríður Svava sem heillast af notuðum fötum eins og fleiri í skólanum.  

Sigríður Svava Kristinsdóttir.
Sigríður Svava Kristinsdóttir. mbl.is/Eyþór Árnason

Emilía Ómarsdóttir - 18 ára

Emilía kaupir mikið notað en loðfeldinn fann hún einmitt í verslun sem selur notuð föt í Mílanó. Buxurnar eru frá Pull & Bear. 

Emilía Ómarsdóttir.
Emilía Ómarsdóttir. mbl.is/Eyþór Árnason

Óliver Kjartansson – 18 ára

„Jakkinn er úr Verzlanahöllinni. Buxurnar úr Spútnik og peysan úr Hringekjunni,“ segir Óliver. 

Óliver Kjartansson.
Óliver Kjartansson. mbl.is/Eyþór Árnason

Martin Halldórsson – 18 ára

Martin er í Acne-bol undir svartri peysu sem hann klippti og gerði að sinni. Hann var í svörtum buxum frá Weekday en oft notar hann notað belti frá ömmu sinni við buxurnar. 

Martin Halldórsson.
Martin Halldórsson. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka