Græðir á tá og fingri á OnlyFans

Leikkonan er með ótal fylgjendur á síðunni.
Leikkonan er með ótal fylgjendur á síðunni. Samsett mynd

Leik­kon­an Drea de Matteo, sem er einna þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt í mafíuþátt­un­um Sopranos, greindi frá því í ág­úst á síðasta ári að hún væri búin að stofna aðgang á áskrift­arsíðu On­lyF­ans.  

Í ný­legu viðtali við Daily Mail sagðist Matteo vera óend­an­lega þakk­lát fyr­ir vef­miðil­inn og að þegar hún hafi fyrst byrjað að birta efni á On­lyF­ans, rambaði hún á barmi gjaldþrots. „Ég átti tíu banda­ríkja­dali inni á banka­bók­inni og var við það að missa hús­næðið mitt,“ sagði leik­kon­an. 

Matteo, 52 ára, sagði einnig að aðgang­ur­inn hafi verið síðasta úrræði til að bjarga heim­ili sínu.

Núna hef­ur leik­kon­an komið sér út úr greiðslu­örðug­leik­um, greitt upp íbúðalán og létt á öll­um af­borg­um, þökk sé On­lyF­ans. Það tók Matteo aðeins fimm mín­út­ur frá því hún opnaði fyr­ir On­lyF­ans-aðgang­inn að græða næg­an pen­ing til að borga upp fast­eigna­skuld­ir sín­ar. 

Leik­kon­an sel­ur eró­tískt efni og rukk­ar áskrif­end­ur sína 25 banda­ríkja­dali á mánuði eða því sem sam­svar­ar rétt rúm­lega þrjú þúsund krón­um. Matteo rukk­ar auka­gjald fyr­ir sér­stak­ar ósk­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Oft er það svo að við miklum hlutina fyrir okkur og útlitið er ekki eins svart og ykkur sýnist. Vertu óhræddur við að sækja kraft í sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Oft er það svo að við miklum hlutina fyrir okkur og útlitið er ekki eins svart og ykkur sýnist. Vertu óhræddur við að sækja kraft í sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant