Mættu í Óskarspartí þremur mánuðum eftir skilnaðarfréttir

Hjónin hafa verið gift í 26 ár.
Hjónin hafa verið gift í 26 ár. Samsett mynd

Kanadíski leikarinn Eric McCormack, sem fór á kostum í hlutverki sínu sem lögfræðingurinn Will Truman í gamanþáttaröðinni Will & Grace, var meðal þeirra sem mættu í Óskarsverðlaunaveislu hjá Elton John í nótt. 

McCormack gekk bláa dregilinn og brosti til ljósmyndara ásamt eiginkonu sinni, Janet Holden. Það kom vafalítið mörgum á óvart að sjá þau saman, en Holden sótti um skilnað frá leikaranum í nóvember, degi fyrir þakkargjörðardaginn. Var ástæðan sögð vera óásættanlegur ágreiningur milli hjónanna. 

Hjónin virtust hamingjusöm er þau stilltu sér upp á dreglinum. Þau héldu þéttingsfast hvort utan um annað, brostu til ljósmyndara og voru í góðum félagsskap í veislunni. McCormack og Holden sátu á borði með fyrirsætunni Heidi Klum og eiginmanni hennar, Tom Kaulitz. 

McCormack og Holden hafa verið gift í 26 ár og eiga einn uppkominn son, Finnigan. Hjónin kynntust við gerð þáttaseríunnar Lonesome Dove árið 1994 og gengu í hjónaband tveimur árum síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir