Sunneva gekkst undir aðgerð

Sunneva Einarsdóttir gekkst undir aðgerð á báðum fótum á dögunum.
Sunneva Einarsdóttir gekkst undir aðgerð á báðum fótum á dögunum. Samsett mynd

Sam­fé­lags­miðla- og raun­veru­leika­stjarn­an Sunn­eva Ein­ars­dótt­ir er á bata­vegi eft­ir að hafa geng­ist und­ir aðgerð á dög­un­um. Hún sagði frá aðgerðinni í TikT­ok-mynd­skeiðum sem hún birti, en þar ræddi hún einnig á op­inn og ein­læg­an máta um kvíðann sem hún upp­lifði fyr­ir aðgerðina. 

„Ég er að fara í aðgerð á báðum löpp­um af því að ég er með eitt­hvað sem kall­ast „buni­ons“ (litlutáar­skekkja) og þetta er búið að valda mér svo mikl­um sárs­auka að ég get varla verið í skóm leng­ur, ég get ekki einu sinni verið í Crocs án þess að meiða mig,“ út­skýr­ir Sunn­eva í fyrra mynd­band­inu. 

Erfið til­hugs­un að vera vak­andi í aðgerðinni

„Þetta er búið að vera að versna sjúk­lega hratt sein­ustu mánuði og já, ég er samt búin að tala um þetta al­veg í þrjú til fjög­ur ár að ég þurfi að fara í þessa aðgerð en núna er það bara búið að vera nausyn­legt af því að þetta er orðið það vont að rist­in mín er alltaf bara blá og bólg­in eft­ir lang­an dag í skóm,“ bæt­ir hún við. 

Í mynd­band­inu seg­ist Sunn­eva vera mest stressuð yfir því að þurfa að vera vak­andi í aðgerðinni. „Ég er búin að vera í væg­um kvíðaköst­um,“ seg­ir hún og birti mynd­band frá kvöld­inu áður þar sem hún var í miklu upp­námi og seg­ist lítið hafa náð að sofa nótt­ina fyr­ir aðgerðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það getur verið tilbreyting í því að kynnast fólki utan þess hrings, sem þú venjulega umgengst. Ný ástarsambönd liggja í loftinu og þau lofa góðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það getur verið tilbreyting í því að kynnast fólki utan þess hrings, sem þú venjulega umgengst. Ný ástarsambönd liggja í loftinu og þau lofa góðu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar