Baldwin segir þetta stórlega ýkta lygasögu

Er þetta uppspuni?
Er þetta uppspuni? Samsett mynd

Banda­ríski leik­ar­inn William Baldw­in, bet­ur þekkt­ur sem Billy Baldw­in, er alls ekki ánægður með orð fyrr­ver­andi mót­leik­konu sinn­ar, Sharon Stone, um þvingað kyn­líf leik­ar­anna á töku­setti kvik­mynd­ar­inn­ar Sli­ver frá ár­inu 1993. Stone ræddi um um­rætt at­vik í hlaðvarpsþætti Lou­is Theroux á mánu­dag. 

Baldw­in, einn hinna al­ræmdu Baldw­in-bræðra, birti færslu á sam­fé­lags­miðlin­um X, áður þekkt­ur sem Twitter, í gær­dag þar sem hann svaraði fyr­ir til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir í sinn garð.

Leik­ar­inn skil­ur hvorki upp né niður í Stone að vera að draga þetta upp á yf­ir­borðið rúm­um þrjá­tíu árum síðar og seg­ir þetta stór­lega ýkta lyga­sögu. Baldw­in viður­kenn­ir einnig að hann búi yfir næg­um upp­lýs­ing­um og sora um Stone og spyr fylgj­end­ur sína hvort hann eigi að gefa út bók og upp­ljóstra öllu.

Á mánu­dag nafn­greindi Stone mann­inn sem átti að hafa þvingað hana til að stunda kyn­líf með Baldw­in. Til­gang­ur þess var að ná fram betri frammistöðu hjá leik­ur­un­um, þá sér­stak­lega Baldw­in.

Leik­kon­an, sem er einna þekkt­ust fyr­ir frammistöðu sína í kvik­mynd­inni Basic Inst­inct, sagði söku­dólg­inn hafa verið Robert Evans, en sá var þekkt­ur leik­ari og síðar kvik­mynda­fram­leiðandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Innra jafnvægi styrkist með íhugun og skýrri sýn. Vertu trúr sannfæringu þinni og láttu ekki utanaðkomandi áhrif trufla þig. Einfaldleiki leiðir til sáttar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
4
Eva Björg Ægis­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Innra jafnvægi styrkist með íhugun og skýrri sýn. Vertu trúr sannfæringu þinni og láttu ekki utanaðkomandi áhrif trufla þig. Einfaldleiki leiðir til sáttar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
4
Eva Björg Ægis­dótt­ir