Baldwin segir þetta stórlega ýkta lygasögu

Er þetta uppspuni?
Er þetta uppspuni? Samsett mynd

Bandaríski leikarinn William Baldwin, betur þekktur sem Billy Baldwin, er alls ekki ánægður með orð fyrrverandi mótleikkonu sinnar, Sharon Stone, um þvingað kynlíf leikaranna á tökusetti kvikmyndarinnar Sliver frá árinu 1993. Stone ræddi um umrætt atvik í hlaðvarpsþætti Louis Theroux á mánudag. 

Baldwin, einn hinna alræmdu Baldwin-bræðra, birti færslu á samfélagsmiðlinum X, áður þekktur sem Twitter, í gærdag þar sem hann svaraði fyrir tilhæfulausar ásakanir í sinn garð.

Leikarinn skilur hvorki upp né niður í Stone að vera að draga þetta upp á yfirborðið rúmum þrjátíu árum síðar og segir þetta stórlega ýkta lygasögu. Baldwin viðurkennir einnig að hann búi yfir nægum upplýsingum og sora um Stone og spyr fylgjendur sína hvort hann eigi að gefa út bók og uppljóstra öllu.

Á mánudag nafngreindi Stone manninn sem átti að hafa þvingað hana til að stunda kynlíf með Baldwin. Tilgangur þess var að ná fram betri frammistöðu hjá leikurunum, þá sérstaklega Baldwin.

Leik­kon­an, sem er einna þekkt­ust fyr­ir frammistöðu sína í kvik­mynd­inni Basic Inst­inct, sagði söku­dólg­inn hafa verið Robert Evans, en sá var þekkt­ur leik­ari og síðar kvik­mynda­fram­leiðandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir