Sýna ógnvekjandi hversdagsleika nasista

„Við stöndum hér nú, sem menn sem neita að líða …
„Við stöndum hér nú, sem menn sem neita að líða það að gyðingdómur þeirra og helförin séu sölsuð undir sig af hernámi sem hefur leitt til átaka fyrir fjöldann allan af saklausu fólki,“ sagði Glazer. AFP

„Kvik­mynd­in okk­ar sýn­ir hvað af­mennsk­un í sinni verstu mynd leiðir af sér,“ sagði leik­stjór­inn Jon­ath­an Glazer er hann tók á móti Óskar­sverðlaun­un­um á sunnu­dag fyr­ir kvik­mynd­ina The Zone of In­t­erest.

Leik­stjór­inn notaði tæki­færið og tjáði sig um átök­in á Gasa­svæðinu.

Þessi sál­fræðilega hryll­ings­mynd var til­nefnd til fimm Óskar­sverðlauna og vann í flokki alþjóðlegra kvik­mynda en mynd­in fjall­ar um ógn­vekj­andi hvers­dags­leika þeirra sem unnu voðaverk­in gegn gyðing­um í hel­för­inni.

Er þetta í fyrsta sinn sem fram­lag frá Bretlandi hlýt­ur Óskar­sverðlaun­in í þess­um flokki, en flokk­ur­inn er ætlaður kvik­mynd­um sem fram­leidd­ar eru utan Banda­ríkj­anna.

Tjáði sig um átök­in á Gasa­svæðinu

Í ræðu sinni sagði leik­stjór­inn, sem sjálf­ur er gyðing­ur, þá af­mennsk­un sem hefði ein­kennt hel­för­ina hafa mótað bæði fortíð okk­ar og sam­tíma.

„Við stönd­um hér nú, sem menn sem neita að líða það að gyðing­dómi þeirra og hel­för­inni sé stolið af her­námi sem hef­ur leitt til átaka fyr­ir fjöld­ann all­an af sak­lausu fólki,“ sagði Glazer.

„Hvort sem það eru fórn­ar­lömb­in í Ísra­el 7. októ­ber eða áfram­hald­andi árás­irn­ar á Gasa. Öll þessi fórn­ar­lömb af­mennsk­un­ar, hvernig stönd­um við gegn því?“

„Hversu lík erum við þeim?“

Mynd­in sýn­ir hvers­dags­líf fjöl­skyldu Rúd­olfs Höss, yf­ir­manns í Auschwitz – stærstu fanga- og út­rým­ing­ar­búðum nas­ista, en fjöl­skylda Höss bjó við hlið fanga­búðanna. 

Í mynd­inni má heyra ösk­ur og byssu­skot og sjá reyk­mökk­inn stíga úr lík­brennslu­ofn­un­um á meðan Höss og fjöl­skylda hans leika sér í sund­laug­inni, sinna garðyrkju og snæða kvöld­verð eins og ekk­ert sé eðli­legra.

Glazer hef­ur áður sagt að mynd­in leit­ist við að varpa ljósi á líf Höss og fjöl­skyldu hans í út­rým­ing­ar­búðunum þar sem áhorf­and­inn sjái þau ekki sem aug­ljós ill­menni, held­ur óhugn­an­lega venju­lega fjöl­skyldu.

„Það sem dríf­ur þetta fólk áfram er eitt­hvað sem við könn­umst öll við – fal­legt hús, fal­leg­ur garður, heil­brigð börn,“ sagði Glazer í sam­tali við AFP á Cann­es-kvik­mynda­hátíðinni í fyrra.

„Hversu lík erum við þeim?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Orð hafa vægi. Talaðu af hreinskilni og heiðarleika, án þess að særa. Íhugul nálgun í samskiptum gefur góðan árangur. Lof og virðing fylgja yfirvegun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Eva Björg Ægis­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Orð hafa vægi. Talaðu af hreinskilni og heiðarleika, án þess að særa. Íhugul nálgun í samskiptum gefur góðan árangur. Lof og virðing fylgja yfirvegun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Eva Björg Ægis­dótt­ir