John Oliver tjáði sig um „KateGate“

John Oliver segir málið vera farsa.
John Oliver segir málið vera farsa. Samsett mynd

Breski spjallþátta­stjórn­and­inn John Oli­ver var gest­ur Andy Cohen í viðtalsþætti hans á þriðju­dag. Meðal um­fjöll­un­ar­efna var breska kon­ungs­fjöl­skyld­an og hvarf Katrín­ar, prins­essu af Wales, úr sviðsljós­inu.

„Ég var bú­inn að missa all­an áhuga á umræðunni,“ sagði Oli­ver sem viður­kenndi að mynda­málið, hið svo­kallaða „KateGa­te“, hafi sogað sig inn í hringiðuna á ný. 

Ekki komið fram op­in­ber­lega

Ýmsar kenn­ing­ar hafa sprottið upp síðastliðnar vik­ur, allt frá því að hún sé listamaður­inn Banksy, hafi lát­ist stuttu eft­ir aðgerðina, sé að jafna sig eft­ir bras­il­íska rass­lyft­ingu til óléttu hjá­konu Vil­hjálms.

Katrín hef­ur ekki komið fram op­in­ber­lega frá því hún gekkst und­ir kviðholsaðgerð í Lund­ún­um þann 16. janú­ar.

Katrín og eig­inmaður henn­ar, Vil­hjálm­ur Bretaprins, sáust sam­an á mynd á mánu­dag. Eft­ir að mynd­in birt­ist, af hjón­un­um í bíl sam­an, spruttu upp kenn­ing­ar um að átt hefði verið við mynd­ina eins og gert var við mynd af Katrínu og börn­um henn­ar um helg­ina.

Week­end at Bernie's

Oli­ver, sem er þekkt­ur fyr­ir svart­an húm­or, hélt ekki aft­ur af sér og sagði málið vera orðið að farsa, en hann líkti því við klass­ísku grín­mynd­ina Week­end at Bernie's

„Ég er ekki að segja að hún sé dáin en það er mögu­leiki þar til annað er sýnt og sannað.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú getur mætt hvaða áskorun sem er ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. Nú er mikilvægt að innsigla samninga og viðurkenna virðingu þína fyrir öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Maria Fallström
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú getur mætt hvaða áskorun sem er ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. Nú er mikilvægt að innsigla samninga og viðurkenna virðingu þína fyrir öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Maria Fallström