Tékkið á tískunni: MS

Ljósmyndarinnn Árni Sæberg myndaði nemendur í MS á dögunum.
Ljósmyndarinnn Árni Sæberg myndaði nemendur í MS á dögunum. Samsett mynd

Nem­end­ur Mennta­skól­ans við Sund hafa í gegn­um tíðina verið þekkt­ir fyr­ir að fylgj­ast vel með tísk­unni og það hef­ur ekk­ert breyst. Blaðamaður mbl.is leit við í há­deg­inu á dög­un­um og voru nem­end­ur klædd­ir í það heit­asta í dag. 

Soffía Ellín Stella Gísla­dótt­ir

„Ég er í Adi­das-skóm, Zöru-bux­um og vesti sem ég keypti notað í Extral­opp­unni,“ seg­ir Soffía. Skartið sem hún var með keypti hún notað. 

Soffía Ellín Stella Gísladóttir
Soffía Ellín Stella Gísla­dótt­ir mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Embla Ósk Ólafs­dótt­ir og Sig­ur­björn Zöega

„Ég keypti Harley Dav­idson bol­inn notaðan,“ seg­ir Embla sem versl­ar mikið notað og fær einnig notaðar flík­ur og auka­hluti frá móður sinni. Veskið er til að mynda frá móður henn­ar. 

Sig­ur­björn Zöega seg­ist pæla í fata­stíln­um. Hann fékk föt­in sem hann klædd­ist þenn­an dag­inn í út­lönd­um. 

Embla Ósk Ólafsdóttir og Sigurbjörn Zöega.
Embla Ósk Ólafs­dótt­ir og Sig­ur­björn Zöega. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Stella Bergrán Snorra­dótt­ir

„Mamma mín átti peys­una og notaði hana þegar hún var yngri. Bux­urn­ar eru úr Zöru,“ seg­ir Stella. 

Stella Bergrán Snorradóttir.
Stella Bergrán Snorra­dótt­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Salka Rán Gunn­ars­dótt­ir

„Hann er úr Mamma Mia Vinta­ge sem er pop-up versl­un,“ seg­ir Salka þegar hún er spurð hvar hún fékk leður­jakkap­els­inn. Hún seg­ist versla mikið notað og þá sér­st­k­lega til að finna fal­leg­ar flík­ur. 

Salka Rán Gunnarsdóttir.
Salka Rán Gunn­ars­dótt­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sig­ur­björg Ósk Gunn­ars­dótt­ir

Sig­ur­björg mætti í skól­ann í leður­jakka sem hún keypti notaðan í út­lönd­um. Klút­ur­inn er líka notaður. „Það tek­ur mig svona kort­er,“ seg­ir Sig­ur­björg þegar hún er spurð hvað það tek­ur hana lang­an tíma að taka sig til fyr­ir skóla á morgn­ana. 

Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir.
Sig­ur­björg Ósk Gunn­ars­dótt­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hjört­ur Hans­son og Þrá­inn Gísla­son

Hjört­ur fékk peys­una í her­manna­mynstr­inu Nebraska og er í Yeezy Sli­des-inni­skóm. Hann geng­ur mikið með skart en seg­ir ekki alla stráka í mennta­skóla gera það. „Ég mæti með hringi og þetta er keðja sem ég er alltaf með,“ seg­ir hann um skartið. 

Þrá­inn pantaði föt­in á net­inu og seg­ist ganga mikið í galla­bux­um. „Ég er með krull­ur en nota saltsprey í hárið,“ seg­ir hann þegar hann er spurður út í hárstíl­inn. Eins og Hjört­ur fé­lagi hans geng­ur hann líka með skart en dag­inn sem hann hitti ljós­mynd­ara og blaðamann var hann með tvö arm­bönd. 

Hjörtur Hansson og Þráinn Gíslason.
Hjört­ur Hans­son og Þrá­inn Gísla­son. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Jónatan Guðni Arn­ars­son

„Jakk­inn er úr Week­day en hin föt­in eru frá Reykja­vík Roses,“ seg­ir Jónatan sem seg­ist pæla mis­mikið í hvaða föt hann fer í þegar hann ger­ir sig til fyr­ir skóla. 

Jónatan Guðni Arnarsson.
Jónatan Guðni Arn­ars­son. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Jónatan er með flotta eyrnalokka.
Jónatan er með flotta eyrna­lokka. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Oliwia Sa­lej

„Stutterma­bol­ur­inn er úr Spúútnik. Ég fékk hvíta bol­inn í Suður-Kór­eu,“ seg­ir Oliwia sem var stödd í Suður-Kór­eu á skáta­móti síðasta sum­ar. Bux­urn­ar sem hún var í fékk hún í Week­day. 

Oliwia Salej.
Oliwia Sa­lej. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú kemst ekki út úr aðstæðum sem eru hundleiðilegar gerðu þá eitthvað skrýtið til að hressa upp á liðið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
2
Sigrún Elías­dótt­ir
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú kemst ekki út úr aðstæðum sem eru hundleiðilegar gerðu þá eitthvað skrýtið til að hressa upp á liðið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
2
Sigrún Elías­dótt­ir
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir