Laufey og Daði Freyr á Lollapalooza

Skærustu stjörnur Íslands!
Skærustu stjörnur Íslands! Samsett mynd

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir verður eitt af stóru nöfnunum á tónlistarhátíðinni Lollapalooza sem fram fer í Grant Park í Chicago fyrstu helgina í ágúst. Verður þetta í fyrsta skipti sem Laufey spilar á þessari frægu hátíð, en hún stígur á svið ásamt Fílharmóníusveit Chicago. 

Laufey greindi frá gleðitíðindunum á Instagram á dögunum.

„Lollapalooza ásamt Fílharmóníusveit Chicago. Ég get ekki beðið,“ skrifaði tónlistarkonan við færsluna. 

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

Ekki eini Íslendingurinn

Laufey verður ekki eini Íslendingurinn sem mætir á svið Lollapalooza en Eurovision-farinn Daði Freyr Pétursson mun einnig gleðja hátíðargesti með nærveru sinni. Tónlistarmaðurinn greindi einnig frá tíðindunum á Instagram-síðu sinni.

„Óraunverulegt! Ég get ekki beðið eftir að spila á Lollapalooza. Það er ótrúlegt að sjá nafnið mitt þarna ásamt öllum þessum mögnuðu listamönnum,“ skrifaði Daði Freyr á Instagram.

Laufey og Daði Freyr verða í flottum félagsskap en SZA, Blink-182, The Killers, Hozier og Kesha eru meðal þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni í ár.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir