Eru heitustu hjónin í Hollywood að skilja?

Hjónin á góðri stundu.
Hjónin á góðri stundu. AFP

Orðróm­ur um yf­ir­vof­andi skilnað popp­stjörn­unn­ar Just­in Bie­ber og fyr­ir­sæt­unn­ar Hailey Baldw­in er með öllu ósann­ur að sögn ná­ins vin­ar hjón­anna. Sá seg­ir þau vera „mjög, mjög ham­ingju­söm“. 

„Þau eru ekki að skilja. Þessi saga er bara til­bún­ing­ur,“ sagði inn­an­búðarmaður við banda­ríska tíma­ritið People

Bie­ber, eitt helsta fóður slúður­blaðanna síðustu ár, kvænt­ist Baldw­in í sept­em­ber 2018 eft­ir slitr­ótt og nokkuð drama­tískt sam­band, en parið byrjaði sam­an tveim­ur árum áður og aðeins vik­um eft­ir að Bie­ber hætti með leik- og söng­kon­unni Selenu Gomez.

Bie­ber og Baldw­in gengu í hjóna­band við hátíðlega en leyni­lega at­höfn í ráðhúsi í New York. 

Þann 1. mars síðastliðinn fagnaði söngv­ar­inn 30 ára af­mæli sínu. Í til­efni dags­ins birti Baldw­in hjart­næma færslu á In­sta­gram til heiðurs eig­in­manni sín­um ásamt krútt­leg­um mynd­um af hjóna­korn­un­um í gegn­um árin. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þér ætti að ganga vel að vinna með vinum þínum og kunningjum í dag. Leggðu þitt af mörkum möglunarlaust og þá fylgja aðrir á eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Stein­dór Ívars­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Eva Björg Ægis­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þér ætti að ganga vel að vinna með vinum þínum og kunningjum í dag. Leggðu þitt af mörkum möglunarlaust og þá fylgja aðrir á eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Stein­dór Ívars­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Eva Björg Ægis­dótt­ir