Eru heitustu hjónin í Hollywood að skilja?

Hjónin á góðri stundu.
Hjónin á góðri stundu. AFP

Orðróm­ur um yf­ir­vof­andi skilnað popp­stjörn­unn­ar Just­in Bie­ber og fyr­ir­sæt­unn­ar Hailey Baldw­in er með öllu ósann­ur að sögn ná­ins vin­ar hjón­anna. Sá seg­ir þau vera „mjög, mjög ham­ingju­söm“. 

„Þau eru ekki að skilja. Þessi saga er bara til­bún­ing­ur,“ sagði inn­an­búðarmaður við banda­ríska tíma­ritið People

Bie­ber, eitt helsta fóður slúður­blaðanna síðustu ár, kvænt­ist Baldw­in í sept­em­ber 2018 eft­ir slitr­ótt og nokkuð drama­tískt sam­band, en parið byrjaði sam­an tveim­ur árum áður og aðeins vik­um eft­ir að Bie­ber hætti með leik- og söng­kon­unni Selenu Gomez.

Bie­ber og Baldw­in gengu í hjóna­band við hátíðlega en leyni­lega at­höfn í ráðhúsi í New York. 

Þann 1. mars síðastliðinn fagnaði söngv­ar­inn 30 ára af­mæli sínu. Í til­efni dags­ins birti Baldw­in hjart­næma færslu á In­sta­gram til heiðurs eig­in­manni sín­um ásamt krútt­leg­um mynd­um af hjóna­korn­un­um í gegn­um árin. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú mátt hafa þig allan við til að leysa vandasamt verkefni sem þér er falið. Búðu þig undir snarpa glímu en þér er sigurinn vís ef þú ert nógu fylginn þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú mátt hafa þig allan við til að leysa vandasamt verkefni sem þér er falið. Búðu þig undir snarpa glímu en þér er sigurinn vís ef þú ert nógu fylginn þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Col­leen Hoo­ver
4
Satu Rämö
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir