Segir Baldwin hafa verið stjórnlausan

Saksóknari segir Baldwin hafa skeytt litlu um öryggi og líðan …
Saksóknari segir Baldwin hafa skeytt litlu um öryggi og líðan starfsfólks á tökustað Rust. AFP

Sak­sókn­ari í mann­dráps­máli gegn leik­ar­an­um Alec Baldw­in seg­ir hann hafa verið „stjórn­laus­an“ á tökustað þar sem hann varð kvik­mynda­töku­mann­in­um Halynu Hutchins að bana með voðaskoti.

Baldw­in er ákærður fyr­ir mann­dráp af gá­leysi en skot­vopnið sem varð Hutchins að bana var leik­mun­ur á tökustað kvik­mynd­ar­inn­ar Rust og átti ekki að vera hlaðið skot­um.

Áætlað er að leik­ar­inn fari fyr­ir dóm í Nýju-Mexí­kó í Banda­ríkj­un­um í júlí en hann neit­ar al­farið sök.

Stuðlaði að óör­uggu vinnu­um­hverfi

Í dóms­skjöl­um sem lögð voru fram í dag teiknaði sak­sókn­ar­inn, Kari Morriss­ey, upp mynd af máls­at­vik­um og sagði ófyr­ir­sjá­an­lega hegðun Baldw­ins á tökustaðnum hafa stuðlað að óör­uggu vinnu­um­hverfi sem að lok­um hafi leitt til harm­leiks­ins. 

Hann hafi meðal ann­ars sí­fellt verið öskr­andi og blót­andi ým­ist á starfs­fólk, við sjálf­an sig eða út í loftið.

Benti Morriss­ey einnig á að Baldw­in hafi ít­rekað breytt frá­sögn sinni af máls­at­vik­um.

Um­sjón­ar­maður þegar sak­felld 

„Hegðun herra Baldw­ins á tökustað ber vitni um mann sem hef­ur enga stjórn á eig­in til­finn­ing­um og skeyt­ir litlu um hvernig hegðun hans hef­ur áhrif á fólkið í kring­um hann,“ sagði Morriss­ey í skjöl­un­um.

Hanna Gutier­rez, um­sjón­ar­maður skot­vopna og skot­færa fyr­ir Rust, var sak­felld í mars fyr­ir mann­dráp af gá­leysi, en það var hún sem að bar ábyrgð á að skot­vopnið sem Baldw­in beindi að mynda­vél­inni, og þar með Hutchins, var hlaðin. 

„Van­ræksla og reynslu­leysi Gutier­rez í bland við skeyt­ing­ar­leysi Baldw­ins gagn­vart fólk­inu í kring­um hann drógu ein­stak­ling til dauða,“ sagði Morriss­ey.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Innri friður styrkist þegar þú nýtur náttúrunnar eða listar. Finndu eitthvað sem vekur mjúkar tilfinningar og leyfðu hjartanu að leiða þig. Það þarf ekki að vera flókið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Eva Björg Ægis­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Innri friður styrkist þegar þú nýtur náttúrunnar eða listar. Finndu eitthvað sem vekur mjúkar tilfinningar og leyfðu hjartanu að leiða þig. Það þarf ekki að vera flókið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Eva Björg Ægis­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir