Þátturinn 12:00, sketsaþáttur Verzlunarskóla Íslands, var frumsýndur í vikunni en þátturinn er á meðal hápunkta í félagslífi Verzlinga á hverri önn. Þáttinn má horfa í spilara mbl.is hér að ofan.
Veruleiki ungmenna og grín eru áberandi í nýjasta þættinum.
Hafdís Rut Halldórsdóttir og Heiðveig Björg Jóhannesdóttir eru í stjórn 12:00-nefndarinnar í Verzlunarskóla Íslands.
„Það sem hefur verið skemmtilegast er að kynnast nýju fólki, taka upp skemmtilega sketsa og tónlistarmyndbönd, við höfum séð að með hverjum tökum þá verður nefndin að betri heild. Svo er alltaf gaman þegar fólk hrósar og hefur gaman af þeim verkefnum sem við skilum af okkur,“ sögðu þær Hafdís og Heiðveig í viðtali við mbl.is fyrr í vikunni.