Ívar Orri rændur í Suður-Frakklandi

Ívar Orri er ánægður að vera kominn burt frá svæðinu.
Ívar Orri er ánægður að vera kominn burt frá svæðinu. Samsett mynd

Ívar Orri Ómars­son, Íslend­ing­ur sem vakti mikla at­hygli fyrr á ár­inu fyr­ir mynd­skeið sem sýna hann borða óeldaðan mat, varð fyr­ir því óláni að brot­ist var inn í hús­bíl hans um há­bjart­an dag og ýmis verðmæti tek­in. 

Ívar Orri er um þess­ar mund­ir stadd­ur í Frakklandi en hann er á helj­ar­inn­ar ferðalagi um Evr­ópu ásamt skoskri sam­býl­is­konu sinni, Samönt­hu Pieroni, og tveim­ur þýsk­um fjár­hund­um þeirra. 

Blaðamaður mbl.is hafði sam­band við Ívar Orra og fékk að heyra um þetta leiðinda­at­vik en það átti sér stað á fá­förnu svæði ná­lægt Marseille í Frakklandi. 

„Mikið af þjóf­um á ferð“

„Við erum stödd í Suður-Frakklandi og lent­um í þeirri óskemmti­legu reynslu að vera rænd. Það var brot­ist inn í hús­bíl­inn okk­ar á meðan við tók­um góðan göngu­túr um svæðið með hund­ana okk­ar,“ út­skýr­ir Ívar Orri. 

„Það var búið að segja okk­ur að það væri mikið af þjóf­um á ferð í Marseille en okk­ur grunaði ekki að ástandið væri svona slæmt í sveit­inni. Við töld­um okk­ur ekki þurfa að hafa nein­ar sér­stak­ar áhyggj­ur enda allt gengið eins og í sögu fram að þessu,“ seg­ir hann. 

„Við höf­um alltaf tekið öll verðmæti með okk­ur í hvert sinn sem við yf­ir­gef­um bíl­inn en í þetta sinn ösnuðumst við til að skilja korta­veskið eft­ir í bíln­um. Þetta reynd­ust dýr­keypt mis­tök. Korta­veskið inni­hélt öll greiðslu­kort og öku­skír­teini okk­ar beggja. Sem bet­ur fer þá tók ég allt lausa­fé og bæði sett af bíllykl­um.“

„Töld­um þetta vera nets­vindl“

Stuttu eft­ir að Ívar Orri og Sam­an­tha lögðu af stað, fór hún að fá til­kynn­ing­ar frá bank­an­um um svik­sam­lega korta­notk­un. 

„Við skild­um hvorki upp né niður í þessu en það hvarflaði ekki að okk­ur að ein­hver hefði brot­ist inn í hús­bíl­inn og tekið kort­in okk­ar og önn­ur verðmæti. Við töld­um þetta vera ein­hvers kon­ar nets­vindl. Svo reynd­ist ekki vera.

Þegar við sner­um til baka og sáum bíl­inn þá tók það okk­ur smá­stund að fatta hvað hafði raun­veru­lega átt sér stað en Sam­an­tha rak upp óp þegar hún sá að korta­veskið var horfið. Þá rann allt í einu upp fyr­ir mér hvað hafði gerst. Við vor­um rænd,“ út­skýr­ir Ívar Orri.

Þjóf­ur­inn lét greip­ar sópa og stal meðal ann­ars Playstati­on-tölvu, vinnusíma, hleðslu­tækj­um og ýms­um smá­hlut­um. „Það sár­asta í þessu öllu sam­an er að hann tók smá­pen­inga­safn Samönt­hu sem var henni mjög kært. Hún hef­ur lengi safnað smá­pen­ing­um frá þeim lönd­um sem hún heim­sæk­ir og átti orðið gott safn.

Þjóf­ur­inn gramsaði í öll­um skáp­um, skúff­um og tösk­um. Hann týndi sam­an allt sem hon­um þótti verðmætt. Hann reyndi að losa sjón­varpið en náði því ekki. Hann tók samt sjón­varps­fjar­stýr­ing­una, okk­ur þótti það fyndið. Þjóf­ur­inn gekk vel um og læsti hurðinni á eft­ir sér sem var lík­lega gert í þeim til­gangi að kaupa sér tíma til að geta komið sér und­an óáreitt­ur,“ seg­ir Ívar Orri. 

Litla fjölskyldan!
Litla fjöl­skyld­an! Ljós­mynd/​Aðsend

Sím­arn­ir batte­rí­is­laus­ir

Ívar Orri og Sam­an­tha voru bæði með batte­rí­is­lausa síma þegar þau sneru til baka úr göng­unni og gátu þar af leiðandi ekki hringt í lög­reglu.

„Fyr­ir al­gjöra heppni var annað par á gangi með hund­inn sinn. Það endaði á að hringja á lög­regl­una en það hjálpaði þó lítið þar sem lög­reglu­stöðin er lokuð um helg­ar. Okk­ur var bent á að koma á mánu­dag og gefa skýrslu. Þetta kom mér mjög á óvart, ég var ekki að bú­ast við þessu svari,” seg­ir Ívar Orri.

„Parið sem hjálpaði okk­ur var al­veg miður sín yfir því sem hafði gerst og bað okk­ur af­sök­un­ar fyr­ir hönd Frakk­lands. Þau til­kynntu okk­ur að ástandið væri mjög slæmt á þessu svæði, sér­stak­lega fyr­ir ferðamenn. Þau sögðu einnig að hús­bíl­ar væru al­geng skot­mörk þjófa.”

Fóru í rann­sókn­ar­leiðang­ur

Um leið og sím­ar Ívars Orra og Samönt­hu voru komn­ir í gang gátu þau séð hvar þjóf­ur­inn reyndi að greiða með kort­un­um. „Litla hjálp var að fá frá lög­reglu og því ákváðum við að elta slóðina sjálf í þeirri von um að finna vís­bend­ing­ar.

Við rædd­um við starfs­fólk í þeim versl­un­um sem þjóf­ur­inn heim­sótti, all­ar voru þær staðsett­ar í tæp­lega tíu mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá svæðinu þar sem hús­bíln­um var lagt.

Starfs­fólkið mundi eft­ir hon­um og gat gefið okk­ur ágæt­is lýs­ingu. Það lýsti hon­um sem karl­manni á ald­urs­bil­inu 25 til 30 ára og sagði að hann væri að öll­um lík­ind­um ekki Frakki. Þjóf­ur­inn talaði víst bjagaða frönsku með er­lend­um hreim.

Til mik­ill­ar lukku þá voru ör­ygg­is­mynda­vél­ar í öll­um versl­un­un­um og gát­um við út­búið grein­argóðan lista og komið eft­ir­far­andi upp­lýs­ing­um til lög­reglu.

Okk­ur var samt bent á að lög­regl­an myndi lík­leg­ast ekk­ert gera í mál­inu enda eru rán af þessu tagi dag­legt brauð á þessu svæði,“ út­skýr­ir Ívar Orri og viður­kenn­ir að þau hafi verið hepp­in að ekki hafi farið verr. 

„Hér er víst mjög al­gengt að fólk sé illa barið og jafn­vel drepið en þjóf­ar á þessu svæði eru víst þekkt­ir fyr­ir að elta fólk lang­ar vega­lengd­ir og sitja fyr­ir þeim. Þeir gef­ast ekki auðveld­lega upp.”

Drifu sig burt

Ívar Orri og Sam­an­tha ætluðu að eyða mun meiri tíma á svæðinu en ákváðu að sleppa því að skoða Suður-Frakk­land frek­ar. „Við hætt­um við allt sem við vor­um búin að ákveða að gera, all­ar skoðun­ar­ferðir af­bókaðar. 

Núna erum við stödd á læstu tjaldsvæði rétt fyr­ir utan Mónakó. Við tök­um einn dag í Mónakó og fær­um okk­ur svo yfir til Ítal­íu og þaðan til Sviss. Við erum reynsl­unni rík­ari og ætl­um að hrista þetta af okk­ur. Það er margt skemmti­legt framund­an.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að vera að skæla útaf hlutum sem lítill vandi er að kippa í liðinn. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður og þú átt ekki að stjórna öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að vera að skæla útaf hlutum sem lítill vandi er að kippa í liðinn. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður og þú átt ekki að stjórna öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir