Laufey steig á svið í þætti Jimmy Fallon

Laufey.
Laufey. Samsett mynd

Tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir var tónlistargestur í spjallþætti Jimmy Fallon, The Tonight Show Starring Jimmy Fallon, í gær, fimmtudag. Hún flutti lagið Goddess af nýjustu plötu sinni, Bewitched: The Goddess Edition.

Laufey töfraði áhorfendur með söng sínum og píanóspili. Tónlistarkonan deildi myndskeiði af flutningnum á Instagram-síðu sinni og hafa tugir þúsunda þegar líkað við færsluna.

Þessi vika hefur verið afar viðburðarrík hjá tónlistarkonunni, en Laufey var meðal boðsgesta á Met Gala-viðburðinum á mánudag. Vakti hún mikla athygli á myntugræna dreglinum í stórglæsilegri hönnum eftir Prabal Gurung. 

Frægðarsól Laufeyjar hefur risið hátt undanfarin ár og hún vakið ómælda athygli innanlands og utan.

Laufey hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinna söng-poppplatna í febrúar og kom einnig fram með tónlistarmanninum Billy Joel á verðlaunahátíðinni þegar hann flutti lagið Turn the Light Back on.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav