Joost Klein snerti ekki konuna

Söngvarinn Joost Klein á blaðamannafundi á fimmtudaginn.
Söngvarinn Joost Klein á blaðamannafundi á fimmtudaginn. AFP/Jessica Gow

Eurovisi­on­-fari Hol­lend­inga, Joost Klein, snerti ekki myndatökukonuna sem myndaði hann gegn hans vilja eftir að hann steig af sviðinu í Malmö á fimmtudagskvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu hollensku sjónvarpsstöðvarinnar Avrotros.

Þar segir að Klein hafi verið myndaður eftir flutning á lagi sínu þegar hann var á leiðinn í græna herbergið í tónleikahöllinni í Malmö. Það hafi verið gert „þvert á móti skýru samkomulagi“, en ekki er farið nánar út í hvað slíkt samkomulag hafi falið í sér.

Ógnandi í garð myndatökukonunnar

„Joost gaf ítrekað til kynna að hann vildi ekki láta mynda sig. Það var ekki virt. Þetta varð til þess að Joost hreyfði sig á ógnandi hátt í átt að myndavélinni. Joost snerti ekki myndatökukonuna,“ segir í tilkynningunni.

Atvikið var þá tilkynnt og í kjölfar þess rannsakað af Sam­bandi evr­ópskra sjón­varps­stöðva (EBU) og lögreglunni í Malmö. Klein var þá dæmdur úr keppninni.

Avrotros telur refsinguna vera mjög þunga og óhóflega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir