Käärijä hættir við að kynna stigin

Käärijä sló í gegn í keppninni fyrra með laginu Cha …
Käärijä sló í gegn í keppninni fyrra með laginu Cha Cha Cha. AFP/Oli Scarff

Finnska Eurovision-stjarnan Käärijä átti að vera stigakynnir í keppninni í kvöld en hann hefur nú hætt við. Það hefur norski stigakynnirinn einnig gert.

Käärijä sló í gegn í keppninni fyrra með laginu Cha Cha Cha og átti hann að tilkynna stigin frá landinu sínu.

Finnska ríkisútvarpið greinir frá og segist hafa fundið nýjan kynni til að hlaupa í skarð tónlistarmannsins.

Ástæðan fyrir því að Käärijä stígur til hliðar er óljós. Líklegt þykir að það sé vegna þátttöku Ísraels í keppninni eða vegna þess að keppanda Hollands var vikið úr keppninni. Käärijä er vinur hollenska keppandans Joost Klein.

Norðmaðurinn líka farinn

Finnski tónlistarmaðurinn virðist fylgja fordæmi norsku söngkonunnar Alessöndru Mele, sem keppti fyrir Noreg í fyrra og átti að vera stigakynnir Noregs í kvöld.

Hún tilkynnti fyrr í dag að hún hefði hætt við að vera stigakynnir, vegna spennuþrungna ástandsins sem ríkir í kringum keppnina, einkum vegna stríðsreksturs Ísraelsmanna á Gasaströndinni.

Atriði Ísraelsmanna komst áfram í úrslit keppninnar og þykir það sigurstranglegt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir