GDRN hitar upp fyrir Sisters Sledge

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir mun stíga á svið með Sisters …
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir mun stíga á svið með Sisters Sledge. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tón­list­ar­kon­an Guðrún Ýr Eyfjörð Jó­hann­es­dótt­ir, bet­ur þekkt sem GDRN, hit­ar upp fyr­ir  heims­frægu hljóm­sveit­ina Sisters Sled­ge í Eld­borg föstu­dag­inn 9. ág­úst, dag­inn fyr­ir Gaypri­de-hátíðina í ár.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu Sena Live.

Aðal­söng­kona hljóm­sveit­ar­inn­ar og diskó-drottn­ing­in Kat­hy Sled­ge kem­ur fram ásamt döns­ur­um, bakrödd­um og hljóm­sveit. Sisters Sled­ge var stofnuð af systr­un­um Debbie, Joni, Kim og Kat­hy Sled­ge árið 1971 en þær skut­ust upp á stjörnu­him­in­inn á há­tindi diskó­tíma­bils­ins. Ef­laust muna marg­ir eft­ir að hafa tekið fjör­ug dans­spor á diskó­teki þegar risasmell­ir voru spilaðir á borð við We Are Family, He's the Grea­test Dancer og Think­ing of You.

Á sín­um stutta en til­komu­mikla ferli hef­ur Guðrún heillað hlust­end­ur upp úr skón­um með sinni ein­stöku rödd. Hún stimplaði sig inn í ís­lenskt tón­list­ar­líf með út­gáfu sinni á lag­inu Læt­ur mig en síðan þá hef­ur hún gefið út þrjár plöt­ur. Einnig hef­ur hún spilað á öll­um helstu tón­list­ar­hátíðum Íslands og unnið til fjöl­margra verðlauna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Óvænt skilaboð eða fundur vekur forvitni þína. Ekki hundsa þessa vísbendingu. Hún gæti verið upphaf að einhverju sem hefur meira vægi en þú sérð strax.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Óvænt skilaboð eða fundur vekur forvitni þína. Ekki hundsa þessa vísbendingu. Hún gæti verið upphaf að einhverju sem hefur meira vægi en þú sérð strax.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir