Verður í hestvagni en ekki á hestbaki

Karl Bretakonungur í Buckinghamhöll fyrr í mánuðinum.
Karl Bretakonungur í Buckinghamhöll fyrr í mánuðinum. AFP/Chris Jackson

Karl Bretakonungur verður í hestvagni í stað þess að vera á hestbaki þegar hann tekur þátt í árlegri afmælishátíð í næsta mánuði.

Karl, sem er 75 ára, er að glíma við krabbamein. Hann mun fara á milli hermanna í hestvagni í skrúðgöngunni Trooping the Colour þar sem haldið er upp á afmæli breska konungsveldisins.

Skrúðgangan er einn af hápunktum dagskrár breska þjóðhöfðingjans á ári hverju.

Í fyrra tók Karl þátt í vígsluathöfn sinni sem konungur á hestbaki.

Tilkynnt var í febrúar síðastliðnum að Karl hefði greinst með ótilgreint krabbamein og hefur hann verið í meðferð síðan þá.

Undanfarnar vikur hefur hann sést æ oftar opinberlega. Til að mynda sótti hann blómasýninguna í Chelsea í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því ekki að öllu gríni fylgir einhver alvara. Gættu þess að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Ragnar Jónasson
3
Harry Whittaker og Lucinda Riley
4
Jojo Moyes
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því ekki að öllu gríni fylgir einhver alvara. Gættu þess að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Ragnar Jónasson
3
Harry Whittaker og Lucinda Riley
4
Jojo Moyes
5
Elly Griffiths