Murdoch giftist í fimmta sinn

Rupert Murdoch á leið í teiti árið 2015.
Rupert Murdoch á leið í teiti árið 2015. AFP/Adrian Sanchez-Gonzales

Fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch gekk í hjónaband í fimmta sinn við hátíðlega athöfn á víngarði sínum í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær.

Murdoch er 93 ára en nýja eiginkona hans Elena Tsjúkóva er 67 ára, eða 26 árum yngri.

Tsjúkóva er líffræðingur en er komin á eftirlaun. Hún var áður gift rússneska milljarðamæringnum Alexander Tsjúkov.

Hætti störfum í fyrra

Murdoch er heiðursstjórnarformaður (e. chairman emeritus) fjölmiðlafyrirtækisins News Corporation sem á meðal annars Fox News, Wall Street Journal, Sun og the Times.

Hann lét af störfum sem stjórnarformaður Fox og News Corp á síðasta ári en sonur hans Lachlan tók við stöðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir