Eurovision-fari bráðkvaddur á heimili sínu

Colin Gibb varð bráðkvaddur í fyrradag.
Colin Gibb varð bráðkvaddur í fyrradag. Samsett mynd

Breski tónlistarmaðurinn Colin Gibb er látinn, 70 ára að aldri.

Gibb var hvað þekktastur sem meðlimur hljómsveitarinnar Black Lace. Sveitin vakti fyrst athygli árið 1979 með þátttöku sinni í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva en hún náði heimsfrægð örfáum árum síðar með útgáfu lagsins Agadoo.

Gibb, sem tilkynnti nýverið að hann væri sestur í helgan stein, varð bráðkvaddur á heimili sínu í fyrradag.

Eiginkona Gibb, Sue Kelly, greindi frá andláti tónlistarmannsins á Facebook-síðu sinni í gær og sagðist miður sín yfir andláti elskulegs eiginmanns síns. Hjónin voru á leið til Spánar nú á fimmtudag þar sem þau ætluðu sér að eyða gullárum sínum í sólinni.





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir