Giftist syni Jon Bon Jovi í laumi

Jake Bongiovi og Millie Bobby Brown eru orðin hjón!
Jake Bongiovi og Millie Bobby Brown eru orðin hjón! AFP

Tvítuga Stranger Things-stjarnan Millie Bobby Brown gekk á dögunum í það heilaga með fyrirsætunni Jake Bongiovi, syni tónlistarmannsins Jon Bon Jovi, við leynilega og lágstemmda athöfn.

Brown og Bongiovi trúlofuðu sig í apríl síðastliðnum eftir rúmlega tveggja ára samband. Þau tilkynntu gleðifregnirnar í færslu á Instagram með fallegri mynd þar sem Brown skartar glæsilegum demant á baugfingri. 

Samkvæmt heimildum US Sun var athöfnin lágstemmd en rómantísk og voru aðeins þeir allra nánustu í fjölskyldu hjónanna viðstödd þegar þau fóru með heit sín. „Þau eru að skipuleggja stærri athöfn í Bandaríkjunum síðar á þessu ári en nú eru þau löglega gift og hafa lokið við alla pappírsvinnu,“ sagði heimildamaður fréttaveitunnar.

Meðal gesta í athöfninni var rokkarinn sjálfur, Jovi, ásamt foreldrum leikonunnar. Einnig er búist við að Jovi verði viðstaddur stærra brúðkaup hjónanna síðar á árinu, en Brown hefur gefið út að hann muni hins vegar ekki stíga á svið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir