Demi Lovato sér vonarneista eftir 5 innlagnir á geðdeild

Söngkonan Demi Lovato hefur fimm sinnum verið lögð inn á …
Söngkonan Demi Lovato hefur fimm sinnum verið lögð inn á geðdeid vegna andlegra veikinda. AFP/Angela Weiss

Bandaríska poppstjarnan Demi Lovato hefur loksins fundið von eftir að hafa verið lögð fimm sinnum inn á geðdeild vegna andlegra veikinda. Söngkonan, sem er 31 árs, deildi sögu sinni á spítala fyrir ungt fólk sem glímir við andleg veikindi í New York-borg í gær. 

Lovato hefur glímt við fíkn allt sitt líf og var hætt komin árið 2018 eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Hún segist loksins hafa fundið meðbyr þegar hún byrjaði að leggja vinnu í meðferð sína á geðdeildinni og sé nú á góðri leið með að snúa blaðinu við. 

„Ég held að vonarneistinn hafi kviknað þegar ég fór að finna hamingjuna í litlu hlutunum í lífinu. Það var mér svo fjarstæðukennt vegna þess að ég var vön því að sjá enga von,“ sagði Lovato.

Í sinni fimmtu innlögn segir söngkonan að hún hafi áttað sig á að ekkert annað komi til greina en að sætta sig við lífið í endurhæfingunni. „Mér leið eins og ég hafi náð botninum og ég vissi bara hvað ég þurfti að gera, sem var að lifa lífinu í endurhæfingu. Ég hafði verið í afneitun svo lengi.“

Lovato segir líka að réttu lyfin hafi hjálpað henni mikið við að sigrast á sínum veikindum. Hún bætir við að hún viti í dag að hennar erfiðleikar eru ekki hennar sjálfsmynd eða persónuleiki „Ég er þakklát fyrir það sem ég hef gengið í gegnum og allt sem ég hef sigrast á.“

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í sterkum tengslum við tilfinningar þínar í dag og því er hætt við að þú segir eitthvað sem þú átt eftir að iðrast síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í sterkum tengslum við tilfinningar þínar í dag og því er hætt við að þú segir eitthvað sem þú átt eftir að iðrast síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren