Skilaði bók um sjálfan sig 47 árum of seint

Uri Geller er mikill safnari að eigin sögn.
Uri Geller er mikill safnari að eigin sögn. Ljósmynd/Uri Geller

Sjónhverfingamaðurinn Uri Geller fann nýlega bók um sjálfan sig í geymslu á heimili sínu í Ísrael. Bókina hafði hann fengið að láni frá bókasafni í Los Angeles í Bandaríkjunum í janúar 1977.

Geller segir í samtali við BBC að hann hafi flutt frá Ísrael til Bandaríkjanna árið 1972 til þess að taka þátt í rannsóknum CIA á meintum skyggnigáfum sínum.

Í kjölfarið rannsakaði hópur vísindamanna Geller og var þá bók gefin út sem nefnd var Geller skjölin (e. The Geller Papers) og fjallar um rannsóknir sem gerðar voru á sjónhverfingarmanninum.

Bókin farið víða

Bókin hefur fylgt Geller frá því að hann bjó í Kaliforníu til New York, Connecticut, aftur til New York, til London, Massachusetts og loks til Ísrael, þar sem hann býr nú.

Geller vissi sjálfur ekki af því að bókin hefði verið í förum sínum, enda mikill safnari og fylgir honum mikill farangur.

Eftir að Geller fann bókina sendi hann hana til dóttur sinnar sem býr nálægt Los Angeles-borg í Kaliforníu svo hún gæti skilað henni fyrir sig.

Hún óttaðist að hún þyrfti að borga háa sekt þegar hún skilaði bókinni en svo varð ekki raunin. Bókasafnið hætti fyrir margt löngu að rukka fyrir sein skil á bókum og fór það svo að dóttirin fékk að eiga bókina, enda búið að afskrifa hana fyrir löngu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir