Störf Katrínar prinsessu gætu breyst eftir lyfjameðferð

Kate Middleton hugar að næstu skrefum.
Kate Middleton hugar að næstu skrefum. mbl.is/Pinterest

Konungleg störf Katrínar prinsessu af Wales gætu breyst til muna þegar hún lýkur krabbameinsmeðferð, en hún er sögð bregðast vel við meðferðinni og farin að sjá fyrir endann á veikindunum. 

Heimildarmaður sagði í gær að prinsessan, sem hefur verið stoð og stytta eiginmanns síns Vilhjálms prins af Wales í konunglegum athöfnum, muni líklega ekki snúa aftur til sinna konunglegu starfa eins og fólk er vant að sjá. Hún er um þessar mundir sögð vera að meta hvað hún geti tekið sér fyrir hendur þegar hún snýr aftur til baka úr lyfjameðferðinni. 

Sérfræðingur í málefnum konunglegu fjölskyldunnar, Richard Fitzwilliams, sagði að þegar Katrín muni ljúka lyfjameðferð verði verkefni hennar í samræmi við læknisráð. 

Heimssamfélagið hafði miklar áhyggjur af Katrínu í byrjun árs en þá hafði hún ekki sést í sviðsljósinu svo vikum skipti. Konungsfjölskyldan rauf þögnina í kjölfar tilkynningar um að prinsessan hefði gengist undir aðgerð í kviðarholi þann 16. janúar. 

Við tók annað langt tímabil af langri þögn hjá konungsfjölskyldunni þar sem öllum ráðum var beitt til að hylja yfir heilsu og afdrif prinsessunnar.

Þann 22. mars tilkynnti Katrín í tilfinningaþrungnu myndbandi að ástæðan fyrir fjarveru sinni að hún hefði verið greind með krabbamein. Enn er óljóst um hvers konar mein er að ræða.

Vilhjálmur hefur snúið til baka til sinna konunglegu starfa og hefur meðal annars svarað spurningum aðdáenda sem vildu vita hvernig prinsessan hefði það. „Já, okkur gengur öllum vel,“ sagði Vilhjálmur.

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir