Bubbi fagnar 68 ára afmæli sínu með ástarlagi

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er afmælisbarn dagsins.
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er afmælisbarn dagsins. Samsett mynd

Einn ástsælasti tónlistarmaður Íslands, Ásbjörn Morthens, þekktastur sem Bubbi, fagnar 68 ára afmæli sínu í dag. Af því tilefni byrjaði hann afmælisdaginn á því að syngja fallegt ástarlag með gítarinn heima í stofu. 

Texti lagsins er einstaklega fallegur en áberandi er línan; „Fljúgðu ástin mín, fljúgðu, frjáls í þínu hjarta.“

Bubbi er væntanlega að syngja til Hrafnhildar Hafsteinsdóttur eiginkonu sinnar en þau eru búin að vera saman í um tvo áratugi. 

„Hef stundum á afmælisdaginn sungið lag, það er góð leið til að segja takk fyrir mig,“ segir Bubbi á samfélagsmiðlum sínum. 

Bubbi hefur yljað hjartarótum og snert þjóðarsál landsmanna í áratugi en hann á ótelgjandi góða smelli eins og Rómeó og Júlía, Afgan og Fallegur dagur til að nefna nokkur lög úr safni hans. 

Síðast gaf hann út smáskífuna Dansaðu / Ástarvalsinn þann 23. apríl síðastliðinn sem skartar tveimur lögum eins og nafnið leggur sig. 

Til hamingju með daginn Bubbi!

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir