Friðrik Dór leiðréttir algengan misskilning

Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir spiluðu báðir fótbolta með …
Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir spiluðu báðir fótbolta með FH. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Friðrik Dór Jónsson er einn ástsælasti tónlistarmaður Íslands, en á ferli sínum hefur hann gefið út fjölmarga smelli, allt frá lögum á borð við Hlið við Hlið og Í síðasta skipti yfir í Krumla sem strákabandið IceGuys, sem Friðrik Dór er hluti af, gaf nýlega út.

Undanfarið hefur Friðrik Dór sýnt að honum er margt til listanna lagt, en hann hefur verið duglegur að birta skemmtileg TikTok-myndskeið þar sem grínið er oftar en ekki í fyrirrúmi. Nú á dögunum birti hann myndband þar sem hann leiðrétti þann misskilning að knattspyrnuferill hans hafi aldrei náð neinum hæðum.

„Já, ég hef verið að heyra því fleygt að minn knattspyrnuferill hafi aldrei náð neinum hæðum og mig langaði bara að leiðrétta þennan misskilning því að þetta er alrangt. Það var hérna gegn Fylki í 2. flokki sem sko, þið sjáið hvar ég er staddur hérna, ég er bara um það bil hálfnaður á eigin vallarhelmingi, og það var þar sem ég vann knöttinn af harðfylgi, lék svo boltann hérna aðeins áfram, þú veist, lék á mótherjann einu sinni, lék á annan, þú veist, og er þá komin hérna um það bil upp að miðlínu. Og það var um það leyti sem ég lít upp og sé hvar markvörður mótherjanna er kominn langt út úr marki sínu og ég tek bara þá ákvörðun að þrýsta knettinum að marki og niðurstaðan er einfaldlega sú að ég skora þarna stórkostlegt mark af 40 m færi og minnka muninn í 5-1 á 92. mínútu.“

@fridrikdor

Niðurstaðan er einfaldlega sú að ég skora þarna stórkostlegt mark

♬ original sound - Friðrik Dór

Byrjaði að æfa þegar hann var fimm ára

Friðrik Dór byrjaði að æfa fótbolta með Fimleikafélagi Hafnafjarðar (FH) þegar hann var fimm ára gamall, en hann er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og spilaði með liðinu til ársins 2007 þegar hann tók sér árshlé frá fótboltanum. Árin 2008-2009 tók Friðrik Dór svo eitt undirbúningstímabil með liði FH áður en hann gekk til liðs við Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) í byrjun sumars 2009 en lagði skóna á hilluna eftir það.

Friðrik Dór var þó ekki tilbúinn að segja skilið við boltann fyrir fullt og allt og sneri því aftur árið 2012 þegar hann gekk til liðs við Íþróttafélag Hafnafjarðar (ÍH) í þriðju deildinni og spilaði með þeim eitt tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir