Eltihrellirinn úr Baby Reindeer höfðar mál gegn Netflix

Jessica Gunning og Richard Gadd fara með aðalhlutverkinu í þáttunum.
Jessica Gunning og Richard Gadd fara með aðalhlutverkinu í þáttunum. AFP/Monica Schipper

Bresk kona sem segist hafa verið innblásturinn að eltihrellinum í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Baby Reindeer á Netflix hefur höfðað mál gegn streymisveitunni. Hún krefst 170 milljóna dollara í bætur, eða tæplega 24 milljarða króna.

Fiona Harvey segist vera hin raunverulega Martha, sem er ofbeldisfull og haldin miklum ranghugmyndum í þáttunum, sem Richard Gadd bjó til. Í upphafsþættinum segir hann að um sanna sögu sé að ræða.

„Ofangreind tilvitnun…er mesta lygi sjónvarpssögunnar,” sagði í málshöfðuninni, sem var lögð fram í bandaríska ríkinu Kaliforníu.

„Þetta er lygi sem Netflix sagði og höfundur þáttanna, Richard Gadd, vegna græðgi og þrár um frægð; lygi sem var hönnuð til að laða að fleiri áhorfendur, fá meiri athygli, græða meiri peninga og eyðileggja grimmilega líf þess sem höfðar málið, Fiona Harvey,” sagði þar einnig.

Í yfirlýsingu til AFP-fréttastofunnar sagði talsmaður Netflix: „Við ætlum að verjast þessu máli af fullum krafti og stöndum með rétti Richards Gadd til að segja þessa sögu.”

Þættirnir eru sjö talsins og voru þeir frumsýndir á Netflix í apríl. Þeir urðu fljótt afar vinsælir. Þeir byggja á einleik Gadds og fjalla um höfund sem hittir konu á krá þar sem hann starfar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir