Patrik gerir aðra tilraun til að halda útgáfutónleika

Tónlistarmaðurinn Pat­rik Snær Atla­son.
Tónlistarmaðurinn Pat­rik Snær Atla­son. Ljósmynd/Helgi Ómars

Tón­list­armaður­inn Pat­rik Snær Atla­son, bet­ur þekkt­ur sem Prettyboitjokko, ætlar að gera aðra tilraun til að halda útgáfutónleika fyrir nýju plötuna sína PBT 2.0 í dag klukkan 20:00 á Reykjavíkurhöfn. Tónleikarnir áttu upprunalega að fara fram þann 31. maí en kraftmikil vorlægð varð boðflenna og því þurfti Patrik að fresta tónleikaveislunni.

Pat­rik gaf út plötuna fyrir tveimur vikum síðan en hún hef­ur fengið frá­bær­ar viðtök­ur. Um er að ræða níu laga skífu þar sem meðal ann­ars tón­list­ar­kon­an Guðlaug Sól­ey Hösk­ulds­dótt­ir, oft­ast kölluð Gugusar, syng­ur með Pat­rik í lag­inu Horf­ir á mig.

Patrik býður öllum gestum ókeypis á tónleikana en þeir munu fara fram hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Svo virðist sem Pat­rik muni spila á skipi á tón­leik­un­um og því munu áhorf­end­ur geta notið sjón­arspils­ins og dansað við tón­list­ina á bryggj­unni. 

Einnig heldur Patrik útgáfutónleika í Kaupmannahöfn þann 21. júní en tóleikagestir þar fá líka að njóta tónlistarinnar að kostnaðarlausu. 

Patrik lofar betra veðri í kvöld en 31. maí og búast má við skrautlegum tónleikum hjá honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir