Fyrrverandi geimfari lést í flugslysi

William Anders.
William Anders. AFP/Kevin Winter

William Anders, fyrrverandi geimfari, lést í flugslysi í gær 90 ára að aldri. Anders var einn um borð í vélinni er hún hrapað undan strönd Washington–ríkis í gærmorgun. 

Lík Anders er enn ófundið og stendur yfir umfangsmikil leit á svæðinu. 

Anders var hluti að Apollo 8–leiðangrinum árið 1968, fyrstu geimferð manna í kringum tunglið. Hann tók hina sögulegu mynd af jörðinni frá tunglinu, sem er gjarnan nefnd „earthrise“ á ensku. 

Anders fæddist í Hong Kong árið 1933. Hann útskrifaðist úr bandaríska sjóhersskólanum og lauk síðar meistaragráðu í kjarnorkuverkfræði.

Þegar Anders lauk störfum sínum sem geimfari sinnti hann ýmsum störfum innan bandarísku stjórnsýslunar. Hann var meðal annars fyrsti formaður kjarnorkueftirlitsnefndar Bandaríkjanna og síðar var hann sendiherra Bandaríkjanna í Noregi. 

Ljósmyndin sem Anders tók af jörðinni árið 1968.
Ljósmyndin sem Anders tók af jörðinni árið 1968. Ljósmynd/NASA
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir