Haltu mér, slepptu mér – aftur

​Domhnall Gleeson stillir sér upp með aðdáendum sínum í Ontario, …
​Domhnall Gleeson stillir sér upp með aðdáendum sínum í Ontario, Kanada, á dögunum. AFP/Mathew Tsang

„Fyrir sextán árum ákváðu Alice og Jack að halda hvort í sína áttina eftir að hafa varið einni nótt saman. Hins vegar er eitthvað sem dregur þau sífellt aftur hvort að öðru.“

Nú eða:

„Ruby Richardson lifir tilbreytingarlausu lífi í úthverfi þegar hún fær skilaboð frá gömlum kærasta sem breyta lífi hennar. Þau höfðu gert sáttmála 17 árum áður um að ef annað þeirra sendi skilaboðin RUN þá skyldu þau stinga af saman og segja skilið við allt og alla í lífi sínu.“

Andrea Riseborough leikur Alice.
Andrea Riseborough leikur Alice. AFP/JC Olivera


Við erum að tala um hvorn sinn sjónvarpsþáttinn sem nálgast má á RÚV og í Sjónvarpi Símans og fjalla svo sem af þessum lýsingum má ráða um haltu mér, slepptu mér-sambönd. Og það sem meira er, sami leikarinn fer með aðalhlutverk í þeim báðum, Írinn Domhnall Gleeson. Hafi hann ekki verið vel að sér í þeim efnum fyrir, hlýtur hann nú að vita allt um sambönd af þessu tagi. 

Fékk svigrúm á milli

Enda þótt þeir vitji nú landans á sama tíma þá er Alice & Jack flunkunýr myndaflokkur en Run var gerður árið 2020; þannig að okkar maður fékk tilfinningalegt svigrúm milli gerðar þeirra. Sem er ábyggilega gott. Það tekur alltaf tíma að vinna úr svona löngum og flóknum samböndum, jafnvel þó við séum að tala um sjónvarp.

Merritt Wever.
Merritt Wever. AFP/Neilson Barnard


Run er lýst sem trylli með grínívafi og hasarinn þar vísast meiri en í Alice & Jack. Gleeson leikur Billy Johnson, farsælan lífsgúrú. 17 árum áður gerði hann samkomulag við þáverandi kærustu sína, téða Ruby, sem Merritt Weaver leikur, um að þau myndu kasta öllu frá sér og hittast á tiltekinni lestarstöð og leggja upp í ferðalag um Bandaríkin sendi annað þeirra skilaboðin „run“, eða „rjúktu af stað“ og hitt svaraði í sömu mynt. Þau ákveða að ræða ekkert um líf sitt í dag en þegar Billy kemst að því að Ruby á ekki bara eiginmann, heldur líka börn, þá fipast hann um stund. Ruby, sem er aðeins eldri, fær líka efasemdir en áttar sig á því að ekki verður aftur snúið enda bóndi hennar búinn að loka á öll greiðslukort og senda henni kaldar kveðjur í símsvaranum sínum – sem allir geta heyrt. Hefst þá þeysireiðin.

Þættirnir sjö bera þá skemmtilegu yfirskrift Run, Kiss, Fuck, Chase, Jump, Tell og Trick.

Reynist flughál

Landið liggur talsvert öðruvísi í Alice & Jack, sem á sér stað í Lundúnum. Aðalsöguhetjurnar laðast strax hvor að annarri en Alice, sem Andrea Riseborough leikur, reynist flughál og hvorki gengur né rekur hjá Jack að stofna til ástarsambands. Alltént til að byrja með. Þau verða því vinir og hittast og umgangast með hléum næstu 16 árin. Inni á milli lætur Alice sig hverfa, Jack til armæðu. En alltaf skilar hún sér til baka og fýlan rennur af honum. Síðan breytist allt.

Nánar er fjallað um Domhnall Gleeson í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir