Vill ekki eiga farsíma

​Max Cavalera stofnaði Sepultura fyrir 40 árum en réri síðar …
​Max Cavalera stofnaði Sepultura fyrir 40 árum en réri síðar á önnur mið. AFP/Jeff Pachoud

Málmgoðið Max Cavalera, úr Soulfly, Cavalera Conspiracy og fleiri böndum, viðurkennir í samtali við finnska miðilinn Chaoszine að hann sé einn fárra manna í heiminum sem ekki eiga farsíma. Ekki stafar það víst af blankheitum hjá okkar manni, heldur kann hann einfaldlega að meta frelsið sem því fylgir.  

„Þegar ég fer út að borða vil ég setjast niður og ræða við fólk í stað þess að glápa á eitthvert tæki. Það er galið að sjá fólk á veitingastöðum sitja andspænis hvort öðru en tala ekki saman. Það er fokking sorglegt og gengur fram af mér,“ segir Cavalera. 

Á sama tíma áttar hann sig á mikilvægi þess fyrir listamann að vera sýnilegur og fyrir vikið hefur hann gefið eiginkonu sinni og umboðsmanni, Gloriu Cavalera, grænt ljós á að setja upp Instagram-reikning í hans nafni. Gloria kemur til með að hafa umsjón með reikningnum en gegnum hann verður hægt að koma skilaboðum til Max, sýnist mönnum svo. Þið skilið kveðju! 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir