Heimaleikurinn sýnd á Sydney Film Festival

Viðar Gylfason, Freydís Bjarnadóttir, Kári Viðarsson og Logi Sigursveinsson á …
Viðar Gylfason, Freydís Bjarnadóttir, Kári Viðarsson og Logi Sigursveinsson á Sydney Film Festival í Ástralíu. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska heimildarmyndin Heimaleikurinn hefur verið valin til sýningar á Sydney Film Festival í Ástralíu, sem er ein elsta kvikmyndahátíð heims. Myndin hefur farið sigurför um heiminn og unnið til fjölda verðlauna, þá síðast á Glasgow Film Festival í Skotlandi þar sem hún fékk hæstu einkunn áhorfenda í sögu hátíðarinnar.

Leikstjórinn Logi Sigursveinsson og framleiðandinn Freyja Aðalsteinsdóttir voru á meðal þeirra sem ferðuðust til Ástralíu á sýningu myndarinnar og nutu þess að ganga rauða dregilinn. Viðstaddir grétu og hlógu í bíósalnum með íslenska hópnum tvö kvöld í röð en meðlimir myndarinnar segja þetta vera sterkustu viðbrögð áhorfenda sem þau hafi upplifað á kvikmyndahátíðum til þessa. 

Myndin fjallar um bikarævintýri Reynis á Hellissandi og tilraun Kára Viðarssonar við að ljúka misheppnuðu verkefni föður síns – að fá að spila einn heimaleik á ónotuðum fótboltavelli sem hann byggði í miðju hrauni 25 árum áður.

Kári Viðarsson sylti sér skemmtilega upp á Rauða dreglinum á …
Kári Viðarsson sylti sér skemmtilega upp á Rauða dreglinum á Sydney Film Festival í Ástralíu. Ljósmynd/Aðsend

Myndin byrjaði sem samfélagsverkefni árið 2020 þar sem íbúar tóku sig til og fóru að safna í fótboltalið á Hellissandi til að spila einn leik. Allir máttu vera með óháð aldri, getu og kyni en það vatt heldu betur upp á sig því Reynir á Hellissandi hóf nýverið sitt fjórða tímabil í deildarkeppni. Þessi saga, sem fjallar um lítið þorp á Íslandi og hvernig fótbolti getur verið lykillinn að hjarta samfélagsins, hefur snert fólk um allan heim. 

Viðar Gylfason fótboltaþjálfari og Freydís Bjarnadóttir fótboltakona í góðum gír …
Viðar Gylfason fótboltaþjálfari og Freydís Bjarnadóttir fótboltakona í góðum gír á rauða dreglinum á Sydney Film Festival í Ástralíu. Ljósmynd/Aðsend

„Þú kemst vart lengra í burtu frá Hellissandi en til Sydney í Ástralíu og leikmenn Reynis hafa svo sannarlega nýtt tækifærið sem myndin hefur gefið til þess að ferðast um heiminn og lifa eins og stjörnur,“ segir Smári í fréttatilkynningu.

Feðgarnir Kári Viðarsson og Viðar Gylfason fyrir framan óperuhúsið í …
Feðgarnir Kári Viðarsson og Viðar Gylfason fyrir framan óperuhúsið í Sydney. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir