Trump segir Swift vera „óvenju fallega“ en „frjálslynda“

Donald Trump var spurður hvað honum fyndist um eina skærustu …
Donald Trump var spurður hvað honum fyndist um eina skærustu stjörnu heims, Taylor Swift. Samsett mynd

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gerði líkamlegt útlit tónlistarkonunnar Taylor Swift að aðalatriðinu þegar hann var spurður út í stórstjörnuna í væntanlegri bók Apprentice in Wonderland: How Donald Trump and Mark Burnett Took America Through the Looking Glass sem skrifuð var af Ramin Setoodeh, aðalritstjóra Variety.

Trump er talinn vera líklegur forsetaframbjóðandi Repúblikana, en hann var nýverið dæmdur sekur í 34 ákæruliðum af 34 í máli tengdu fölsuðum viðskiptaskjölum og greiðslum til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. 

Talaði mest um útlit söngkonunnar

Í nóvember 2023 spurði Setoodeh hvað Trump fyndist um Swift, en hún er ein skærasta tónlistarstjarna heims í dag. „Hún hefur frábæra stjörnuhæfileika. Hún er með það í alvörunni,“ svaraði Trump.

„Mér finnst hún falleg – mjög falleg! Mér finnst hún mjög falleg. Ég held að hún sé frjálslynd. Henni líkar líklega ekki við Trump. Mér heyrist að hún sé mjög hæfileikarík. Mér finnst hún mjög falleg reyndar – óvenju falleg!“ sagði Trump og bætti við að hann þekkti tónlist hennar ekki mjög vel. 

„En hún er frjálslynd, eða er það bara leikrit? Er hún í alvöru frjálslynd? Er það ekki bara leikrit? Það kemur mér á óvart að kántrístjarna geti náð árangri með því að vera frjálslynd,“ bætti Trump við. 

Þegar blaðamaðurinn upplýsti Trump um að Swift hafi fært sig yfir í popptónlist fyrir rúmum áratug svaraði hann: „Garth Brooks er frjálslyndur. Útskýrðu það! Hvernig gerist það? En hann er frjálslyndur. Það er einn af þessum hlutum ... “

Orðrómur um að Swift væri í raun íhaldssöm í laumi hefur verið á sveimi í nokkurn tíma, en hún gagnrýndi Trump harðlega árið 2020 á Twitter, nú X, fyrir viðbrögð hans við morðinu á George Floyd. Þá lofaði hún að hún myndi kjósa hann úr embættinu í nóvember. Hún studdi svo opinberlega Joe Biden núverandi forseta Bandaríkjanna.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir