Billy Ray Cyrus sækir um skilnað

Billy Ray og Firerose Cyrus.
Billy Ray og Firerose Cyrus. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Billy Ray Cyrus, sem er einna þekkt­ast­ur fyr­ir smell­inn Achy Brea­ky Heart, hefur sótt um skilnað frá áströlsku tónlistarkonunni Firerose eftir aðeins 7 mánaða hjónaband. Í skilnaðaskjölum Cyrus stendur að ástæða skilnaðarins sé að hjónin eru of ólík og að Firestone hafi sýnt óviðeigandi hegðun og svikið tónlistarmanninn. 

Þau kynntust við gerð lagsins New Day í júlí 2021 og Firerose opinberaði sambandið í ágúst 2022 í einlægri afmæliskveðju til Cyrus. 28 ára ald­urs­mun­ur er á hjón­un­um, en Cyr­us er 62  ára og Firerose, sem er áströlsk tón­list­ar­kona, er 35 ára göm­ul. Sambandið fór hratt af stað og var parið trúlofað nokkrum vikum eftir að þau hittust fyrst.

Í október 2023 gengu Firestone og Cyrus í það heilaga og sögðu á samfélagsmiðlum að brúðkaupsdagurinn hefði verið fullkomnari en þau gátu nokkurn tímann hugsað sér.

Cyrus var kvæntur Tish Cyrus í 28 ár og eignuðust þau fimm börn sem eru uppkomin. Cyrus er faðir söngkonunnar Miley Cyrus en systir hennar, Noah Cyrus, hefur líka gert það gott á leik-og tónlistarsviðinu. Hin systkinin eru Brandi, Trace og Brainson. Þar með eru ekki öll börn Cyrus upptalin því hann á líka soninn Christopher Cody með Kristen Luckey en þau áttu í ástarsambandi áður en Cyrus giftsti Tish Cyrus. 

Líf Firerose hefur alltaf snúist um tónlist en hún fluttist til Bandaríkjanna eftir að hún lauk tónlistarnámi sínu heima í Ástralíu. Hún fór fljótlega að gefa út smáskífur en hún var himinlifandi að fá tækifæri til að vinna með Cyrus árið 2021. Eftir það varð hann leiðbeinandi hennar í tónlistinni og ljóst er að þau kolféllu fyrir hvort öðru. Nú er allt annað uppi á teningnum því ástin slokknaði. 

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir