Ný útvarpsstöð: „Það rignir inn skilaboðum“

Þórdís Valsdóttir kveðst ekki muna eftir öðrum eins viðbrögðum.
Þórdís Valsdóttir kveðst ekki muna eftir öðrum eins viðbrögðum. Ljósmynd/Aðsend

Country Bylgjan er ný útvarpsstöð sem fór í loftið í gær og spilar aðeins kántrítónlist. Viðbrögðin við útvarpsstöðinni eru engu lík.

Þetta segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarps hjá Sýn, í samtali við mbl.is.

„Maður hefur nú gert ýmislegt í sínu starfi en ég man eiginlega ekki eftir öðrum eins viðbrögðum. Það rignir inn skilaboðum á persónulega facebookið mitt og Instagram þar sem fólk er að fagna þessu svo gríðarlega,“ segir Þórdís og bætir því við að facebook hópur hafi verið stofnaður í gær sem heitir „Íslenskir Country aðdáendur“.

Hægt er að stilla sig inn á FM 103.9 til þess að hlusta á stöðina í útvarpi.

Allt frá Dolly Parton til Post Malone

Útvarpsstöðin mun spila tónlist frá kántrístjörnum eins og Chris Stapleton, Dolly Parton, Luke Combs, Taylor Swift, Brad Paisly og Morgan Wallen. Þá hafa einnig aðrir tónlistarmenn verið að ryðja sér til rúms í kántríheiminum eins og til dæmis Post Malone og Beyoncé.

„Þetta er allur skalinn,“ segir hún og útskýrir að tónlist frá 8. áratugnum verði spiluð ásamt nýrri kántrítónlist.

„Þannig það verður allt á milli himins og jarðar í kántríheiminum,“ segir Þórdís.

Fullviss um að eftirspurnin sé til staðar

Teljið þið að það sé eftirspurn fyrir útvarpsstöð sem spilar bara kántrí?

„Við teljum að svo sé og erum fullviss um að það sé þannig. Við höfum orðið vör við aukna eftirspurn eftir kántrítónlist og höfum séð fleiri og fleiri kántrílög læðast inn á Bylgjuna og FM957. Þannig við erum fullviss um að það sé eftirspurn og höfum meira að segja séð – síðan að stöðin fór í loftið í gær – að fólk virðist vera hrifið,“ svarar Þórdís.

Hún segir viðbrögðin við útvarpsstöðinni mjög jákvæð.

„Við höfum fengið mikið af viðbrögðum. Bæði frá mjög hörðum kántrí aðdáendum, sem fara ekkert leynt með það, en líka frá fólki sem hefur líka kannski aðeins verið að leyna áhuga sínum á kántrítónlist og fagnar því að nú sé komin stöð svo það þurfi ekki að fara huldu höfðu lengur,“ segir hún.

Íslendingar í gruninn smá sveitalegir

Hún segir að ástæðan fyrir vinsældum kántrítónlistar sé sú að þetta sé mannleg tónlist.

„Það er alltaf verið að tala um einhverjar raunir einstaklinga, sem kannski á við um tónlist almennt, en sérstaklega mikið í kántrítónlist. Ég held að í grunninn séum við Íslendingar svolítið sveitó mörg hver og þess vegna höfði þetta svona vel til okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir