Heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt hjólaslys

Gordon Ramsey sendi mikilvæg skilaboð út í samfélagið eftir að …
Gordon Ramsey sendi mikilvæg skilaboð út í samfélagið eftir að hann lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi á dögunum. AFP

Íslandsvinurinn og stjörnukokkurinn Gordon Ramsay segist vera heppinn að vera á lífi eftir að hann lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi í Connecticut í Bandaríkjunum á dögunum. 

Ramsay sagði frá slysinu í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum hans, en þar lagði hann áherslu á að senda skýr skilaboð til allra um að nota alltaf hjálm. 

„Mig langar að deila mjög mikilvægum skilaboðum með ykkur öllum. Þið vitið hversu mikið ég elska hjólreiðar, þríþraut, járnkarl o.s.frv. Í vikunni lenti ég því miður í mjög slæmu slysi sem var mikið áfall. Og satt að segja er ég heppinn að vera hér,“ segir Ramsay í myndskeiðinu, en hann þurfti að leggjast inn á sjúkrahús í kjölfar slyssins. 

Kokkurinn þakkar læknum og hjúkrunarfræðingum sjúkrahússins fyrir að annast hann en sagðist vera þakklátastur fyrir hjálminn sem hafi bjargað lífi hans. „Þar sem feðradagurinn er á morgun er ég með mjög mikilvæg skilaboð til allra pabba þarna úti ... NOTIÐ HJÁLM!“ skrifaði Ramsay.

Í myndskeiðinu sýnir Ramsay slæmt mar sem hann hlaut í slysinu, en hann er illa marinn eftir allri síðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir