Miðasölumet slegið – 111 þúsund mættu á tónleika

Kyle Field var troðfullur síðastliðinn laugardag.
Kyle Field var troðfullur síðastliðinn laugardag. Ljósmynd/Wikipedia.org

Kántrísöngvarinn George Strait sló met á laugardag er hann hélt fjölmennustu tónleika, þar sem kaupa þurfti miða, í sögu Bandaríkjanna. Alls keyptu 110.905 manns miða á tónleikana.

NPR greinir frá. 

Tónleikar með engum aðgangseyri og útihátíðir hafa verið fjölmennari en aldrei áður hafa fleiri miðar selst á staka tónleika.

Fyrra met staðið frá árinu 1977

Tónleikarnir voru haldnir á ameríska fótboltavellinum Kyle Field á lóð háskólans Texas A&M. 

Með þessum tónleikum sló Strait met sem Grateful Dead átti, en hljómsveitin tróð upp fyrir framan 107.019 manns á sýningu í Raceway Park í Englishtown í ríkinu New Jersey árið 1977.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir