Eiginkonan á kannabisi þegar hún hlaut höfuðáverka

Howie Mandel.
Howie Mandel. AFP/Amy Sussman

Grínistinn og sjónvarpsmaðurinn Howie Mandel, þekktastur sem einn af dómurum sjónvarpsþáttanna America's Got Talent, hefur staðfest að eiginkona hans, Terry, hafi verið undir áhrifum kannabis þegar hún hlaut slæma höfuðáverka eftir kvöldskemmtun í Las Vegas nýlega. 

Mandel skýrði í viðtali við TMZ Live í gær hvað hefði raunverulega verið á seyði þegar Terry missti jafnvægið og hrasaði um miðja nótt á hótelherbergi þeirra í Las Vegas. Fallið gerði það að verkum að hún hlaut slæma áverka á vinstra auga og á kinnbeini. 

Varð að segja sannleikann

Upprunalega höfðu hjónin sagt að ölvun væri ástæða slæms jafnvægis hjá Terry. 

Mandel sagði að Terry hefði ekki drukkið áfengi þetta kvöld í Las Vegas heldur að hún hefði verið undir áhrifum kannabis, en hún hafði borðað sælgæti sem innihélt efnið.

Í þættinum sagði Mandel að hann hefði orðið að segja sannleikann opinberlega því eiginkonan væri áhyggjufull um orðspor sitt. Hún vilji ekki að fólk skipti sér af áfengisneyslu hennar því hún segist ekki vera með áfengisvandamál. 

Terry er á góðum batavegi eftir slysið en þau hjónin eru samstiga og styðja hvort annað eins og þau hafa gert í áratugi.

Hjónin hafa verið gift frá árinu 1980 en ástin kviknaði þegar þau voru í menntaskóla. Núna eiga þau saman börnin Alex, Jackie og Riley. 

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir