Þverneitar fyrir ástarsamband

Kevin Costner og Jewel eiga ekki í ástarsambandi.
Kevin Costner og Jewel eiga ekki í ástarsambandi. Samsett mynd/AFP

Yellowstone-leikarinn Kevin Costner segist ekki eiga í ástarsambandi við tónlistarkonuna Jewel. Í útvarpsþætti Howard Stern útskýrir hann hvernig misskilningurinn varð til. 

„Við Jewel erum bara vinir. Við höfum aldrei farið á stefnumót,“ sagði Costner. „Hún er sérstök og ég vil ekki, ég vil ekki að þessi orðrómur eyðileggi vináttuna fyrir okkur.“

Kevin Costner.
Kevin Costner. AFP/Zoulerah NORDDINE

Jewel og Costner kynntust þegar þau fóru í sömu einkaflugvél á einkaeyju Ricard Bransons. 

„Ég var allt í einu skilinn. Ég var einstæður faðir og hann hafði boðið mér að koma í tíu ár. Ég sagði allt í lagi ég fer,“ sagði Costner um ferðina til eyju Bransons. Í flugvélinni var Jewel, Harry Potter-stjarnan Emma Watson og sjö aðrir einstaklingar sem voru ekki stórstjörnur eins og þau þrjú. Það vakti hins vegar grunsemdir þegar Costner og Jewel fóru saman í einkaflugvél í frí og komu aftur saman í sömu flugvélinni. 

Nýskilinn Costner

Margt fólk féll hins vegar fyrir orðróminum um samband þeirra, meira segja börnin hans sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni, Christine Baumgartner. Costner og Baumgartner fóru hvort í sína áttina í fyrra en skilnaðurinn gekk í gegn í febrúar. Þau höfðu verið gift í 18 ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir