Ætlaði að hætta að leika

Matthew McConaughey.
Matthew McConaughey. AFP/Joe Kalmar

Leikarinn Matthew McConaughey viðurkennir að hann hafi ætlað að hætta að leika þegar hann tók sér pásu frá Hollywood til að finna sjálfan sig.

Þetta segir McConaughey í einlægu viðtali við leikarann Glen Powel.

Óljóst er hvenær leikarinn tók sér hlé en hann sást ekki á hvíta tjaldinu á árunum 2007- 2010.

McConaughey segist hafa verið fastur í flokki rómantíska gamanmynda og hann yfirgaf Hollywood til að finna sjálfan sig á ný. Hann bætir því við að þessi tími í lífi hans hafi verið ógnvekjandi en hann og eiginkona hans, Camila Alvez, áttu margar langar samræður um hvaða bíómyndaflokkur myndi henta McConaughey best.

Leikarinn hefur ástríðu fyrir mörgu öðru en leiklist. Á einhverjum tímapunkti íhugaði hann að gerast kennari, skella sér í tónlistarnám eða verða leiðsögumaður og fara með hópa til að skoða framandi staði og dýr.

„Ég hreinlega hélt að ég hefði algjörlega losað mig við Hollywood. En ég var búinn að gera upp hug minn og ég vissi hvað ég varð að gera. Ég ætlaði ekki að toga í fallhlífina og hætta við verkefnið. Þetta var samt ógnvekjandi því ég vissi ekki hvort ég myndi nokkurn tíma komast út úr eyðimörkinni,“ segir McConaughey.

Síðan þá hefur McConaughey unnið til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Dallas Buyers Club árið 2014 en einnig sló hann í gegn í kvikmyndinni Interstellar sem kom út sama ár.

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Njóttu samvista við vini þína og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir