Man ekki eftir að hafa verið í Perfect Match

Leikarinn og Raunveruleikastjarnan Harry Jowsey í tökum fyrir sjónvarpsþættina Dancing …
Leikarinn og Raunveruleikastjarnan Harry Jowsey í tökum fyrir sjónvarpsþættina Dancing with the stars. Skjáskot/Instagram

Leikarinn og raunveruleikastjarnan Harry Jowsey, sem er líklega hve þekktastur fyrir að koma fram í Netflix-sjónvarpsþáttunum Too Hot To Handle, viðurkennir að hann hafi verið drukkinn mest allan tímann á meðan tökur á raunveruleikaþáttunum Perfect Match stóðu yfir. 

Í hlaðvarpsþætti sínum Boyfriend Materieal segir Jowsey að hann muni ekki mikið eftir innkomu sinni í seríunni. Hann lýsir því að hann hafði verið edrú í meira en ár áður en hann féll þegar tökur hófust. Jowsey segir að á þeim tímapunkti hafi hann verið að ganga í gegnum mjög erfiða tíma og sár sambandsslit. Einnig sér hann sér eftir mörgum heimskulegum ákvörðum sem hann tók í þáttunum. 

Hann bætir því við að í villunni þar sem tökur fóru fram hafi verið opinn bar allan sólarhringinn þar sem þátttakendur gátu fengið sér eins mikið áfengi og þeim sýndist. „Ég áttaði mig á því að það gæti leynst alkóhólismi í mér sem fékk að brjótast út á hverjum degi,“ segir Jowsey.

Í Perfect Match reyndi hann að slá sér fyrst upp með Elys Hutchinson og síðanJessica Vestal en allt fór í vaskinn hjá þeim þegar hann var sakaður um að kyssa aðra konu. 

The Tab

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir