Affleck án hrings en J-Lo á Ítalíu

Ben Affleck og Jennifer Lopez.
Ben Affleck og Jennifer Lopez. AFP/ Michael Tran

Hjónaband Bens Afflecks og Jennifer Lopez virðist enn vera i tómu tjóni. Hjónin hafa hingað til sést með giftingahringana á sér en breyting varð á þegar leikarinn sást án hrings á laugardaginn. 

Affleck var að fá sér hádegismat með dóttur sinni Violet þegar hann var myndaður án giftingahrings að því fram kemur á vef Page Six. Affleck á hina 18 ára gömlu Violet með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Jennifer Garner, en þau eiga tvö börn að auki. Affleck er einnig stjúppabbi tveggja barna Jennifer Lopez. 

Lopez var áhyggjulaus í síðustu viku en hún skrapp til Ítalíu án eiginmanns síns. Ýtir ferðin undir skilnaðarorðróminn. Hvorugt var heima um helgina þar sem Lopez var á Ítalíu en Affleck heldur til í leiguhúsnæði nálægt húsi þeirra í Beverly Hills. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir