Bríet og Birnir á nýrri tónlistarhátíð

Birnir Sigurðarson og Bríet Íris Elfar koma saman fram á …
Birnir Sigurðarson og Bríet Íris Elfar koma saman fram á Sömmer í Borgarleikhúsinu í ágúst. Samsett mynd

„Það er oft frekar dauft yfir menningarlífinu í borginni á sumrin á meðan það er nóg um að vera úti á landi. Þessi fínu menningarhús okkar standa oft hálftóm og við viljum prófa að bjóða fólki upp á tónleika af bestu gerð,“ segir Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari.

Ný tónleikaröð, Sömmer, hefur göngu sína í Borgarleikhúsinu í ágúst og verður stíf dagskrá þar tvisvar í viku út mánuðinn. Fjölbreyttur hópur listamanna hefur boðað komu sína. Fyrsta kvöldið, miðvikudaginn 7. ágúst, mæta þau Bríet og Birnir ásamt Vök og Countless Malaise. Daginn eftir er komið að Röggu Gísla, Unu Torfa og Flott. Síðar kemur að listamönnum á borð við Hipsumhaps, FM Belfast og Hjálmum. Þá boðar Egill Sæbjörnsson endurkomu sína en hann hefur ekki troðið upp í fjöldamörg ár. Síðasta kvöldið munu svo Skítamórall og Á móti sól stíga á stokk. Nánari upplýsingar um dagskrá og miðasölu má finna hér.

Fannar Ingi Friðþjófsson í Hipsumhaps.
Fannar Ingi Friðþjófsson í Hipsumhaps.

Þorsteinn segir að tónleikarnir fari fram á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Þar komast á milli 6-700 manns fyrir í sætum en bætt verður við sætum á sjálfu sviðinu, við hlið listamannanna sem troða upp. „Þetta er frábær tónleikasalur, með bæði frábæru hljóðkerfi og ljósakerfi. Svo er hugmyndin að fólk geti notið sín í góðri sumarpartístemningu, með grillmat, veitingum og plötusnúðum á milli atriða. Tónleikarnir verða á virkum dögum svo þeir skarast ekki á við sumarbústaðaferðirnar.“

Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari.
Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari.

Selt verður inn á stök kvöld og kveðst Þorsteinn eiga von á að fólk fagni því að þurfa ekki að binda sig nema í eitt kvöld í einu. Hann segir að þetta fyrirkomulag verði prófað nú í ágúst og svo komi í ljós hvað verði. „Ef vel tekst til má reikna með að þetta verði fastur punktur í menningarlífinu hér eftir.“

Egill Sæbjörnsson hefur lítið komið fram á tónleikum síðustu ár.
Egill Sæbjörnsson hefur lítið komið fram á tónleikum síðustu ár.

Dagskrá Sömmer

7. ágúst
Bríet/Birnir
Vök
Countless Malaise

8. ágúst
Ragga Gísla
Una Torfa
Flott

14. ágúst
Hipsumhaps
Sycamore Tree
Elín Hall

15. ágúst
FM Belfast
Gugusar
Egill Sæbjörnsson

22. ágúst
Hjálmar
Kiriyama Family
Árný Margrét

23. ágúst
Skítamórall
Á móti sól

Una Torfadóttir.
Una Torfadóttir. mbl.is/Ásdís
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton