Stórsöngkona greind með krabbamein

Ann Wilson.
Ann Wilson. Skjáskot/Instagram

Bandaríska stórsöngkonan Ann Wilson, best þekkt sem söngkona hljómsveitarinnar Heart, tilkynnti aðdáendum sínum á Instagram í gærdag að hún hefði greinst með krabbamein.

Söngkonan, sem er 74 ára, gekkst undir aðgerð nýverið til að fjarlægja æxli sem við frekari rannsóknir reyndist illkynja. 

Wilson sagði aðgerðina hafa gengið vel en að læknar hafi ráðlagt henni að gangast undir krabbameinsmeðferð til að fyrirbyggja frekari dreifingu á æxlinu sem og hætta tónleikahaldi í bili, en Heart var á fullu að undirbúa tónleikaferðalag sem átti að hefjast þann 30. júlí næstkomandi. 

Söngkonan bað miðaeigendur afsökunar en sagði að hljómsveitin myndi auglýsa nýjar dagsetningar við fyrsta tækifæri. 

Heart hefur allt frá útgáfu fyrstu plötu þeirra, Dreamboat Annie, árið 1976 verið meðal vinsælustu hljómsveita í heimi. Hljómsveitin er þekkt fyrir slagara á borð við Barracuda og Alone

View this post on Instagram

A post shared by Ann Wilson (@annwilson)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton