Ætlaði að myrða breska stjörnu – Fékk lífstíðardóm

Holly Willoughby er þekkt sjónvarpsstjarna í Bretlandi.
Holly Willoughby er þekkt sjónvarpsstjarna í Bretlandi. Skjáskot/Instagram

Karlmaður á fertugsaldri sem ætlaði að nema á brott, nauðga og myrða breska sjónvarpsstjörnu hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi og þarf hann að dúsa á bak við lás og slá í að minnsta kosti 15 ár. 

Gavin Plumb, 37 ára, var í síðustu viku fundinn sekur um að hafa ætlað að sitja fyrir sjónvarpskonunni Holly Willoughby, 43 ára, heima hjá henni áður en hann hugðist fara með hana í eins konar dýflissu.

Réðust inn á heimili hans

Hann var handsamaður eftir að bandarískir lögreglumenn gengu, undir dulnefni, til liðs við hóp á netinu og sendu pósta Plumbs til bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Breska lögreglan fékk gögnin í framhaldinu og réðst inn á heimili hans í Harlow í suðausturhluta Englands. Þar fundust snúrur, klóróform og fleira sem hefur verið notað til að ræna fólki.

Saksóknari sagði fyrir rétti að Plumb hefði einnig ætlað að skaða eiginmann Willoughby og börn þeirra.

Á Englandi og í Wales endist lífstíðardómur þangað til fanginn lætur lífið en í flestum tilfellum afplánar fanginn lágmarkstíma í fangelsi þangað til hann fær reynslulausn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur einbeitt þér um of að andlegri líðan þinni og um leið vanrækt líkamann. Gerðu eitthvað í því. Sígandi lukka er best.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Camilla Läckberg
5
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur einbeitt þér um of að andlegri líðan þinni og um leið vanrækt líkamann. Gerðu eitthvað í því. Sígandi lukka er best.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Camilla Läckberg
5
Eva Björg Ægisdóttir