Affleck og Lopez hafa sett glæsihýsið á sölu

Húsið er stórglæsilegt.
Húsið er stórglæsilegt. Samsett mynd

Hollywood-hjónin Ben Affleck og Jennifer Lopez hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt í Beverly Hills á sölu. Parið, sem gekk í hjónaband þann 16. júlí 2022 við glæsilega athöfn í Savannah í Georgíu, festi kaup á glæsihýsinu snemma á síðasta ári. 

Húsið var byggt árið 2000 og er það verðsett á 68 milljónir bandaríkjadala eða sem samsvarar níu milljörðum íslenskra króna. Það er 3.530 fermetrar að stærð og hefur að geyma 12 svefnherbergi og 24 baðherbergi. Á heimasíðu Realtor má finna nán­ari upp­lýs­ing­ar og fleiri mynd­ir.

Orðrómur um yfirvofandi skilnað Affleck og Lopez hefur náð nýjum hæðum síðustu daga en hjónin hafa varið miklum tíma í sundur síðustu vikur og mánuði. Affleck sást meðal annars flytja muni sína úr húsinu í byrjun mánaðarins á meðan Lopez naut góðra stunda á Ítalíu ásamt vinum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Sofie Sarenbrant
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Sofie Sarenbrant
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir