Hneykslaði brúðkaupsgesti með fatavali sínu

Samsett mynd

Kim Kardashian, raunveruleikastjarna og athafnakona, var meðal gesta í brúðkaupi indverska milljarðamæringsins Anant Ambani og Radhiku Merchant sem fór fram í Mumbai á Indlandi um helgina. Veisluhöldin, sem voru hin glæsilegustu, stóðu yfir í þrjá daga með tilheyrandi herlegheitum og íburði.

Klæðnaður Kardashian vakti mikið umtal og er sagður hafa hneykslað veislugesti og aðra viðstadda. Ástæða þess er sú að raunveruleikastjarnan kaus að klæðast rauðu frá toppi til táar á tvo af viðburðum helginnar, en samkvæmt hindúatrú og hefð er það litur brúðarinnar.

Á Indlandi klæðast indverskar brúðir rauðum lit á brúðkaupsdaginn en þar í landi er liturinn tákn um hugrekki, styrk og auð.

Kardashian, sem mætti ásamt systur sinni, Khloé Kardashian, birti þó nokkrar færslur á Instagram-reikningi sínum sem sýndu frá hátíðarhöldunum og fékk yfir sig holskelfu af athugasemdum í kjölfarið þar sem margir sökuðu hana um að stela athygli frá brúðinni. 




 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Jill Mansell
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess vel, sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Ef þú lumar á góðri hugmynd um það hvernig þú getir aflað fjár þá er þetta rétti dagurinn til að reyna hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jensdóttir
2
Jill Mansell
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir